I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Síða 34
Högni Torfason:
Frekar einn
þá hlaupár er
Okkar fyrsta alþjóðamót á lands-
byggðinni hefst hlaupársdaginn 29.
febrúar 1984. Ekki er mér kunnugt
um að hlaupársdagurinn hafi áður
komið að marki við íslenzka skák-
sögu með einni undantekningu. Þess
má sérstaklega minnast þegar rætt er
um Jón L. Árnason, alþjóðameist-
ara.
Þráinn Guðmundsson rifjar þetta
upp í mótsblaðinu sem gefið var út í
tilefni af Reykjavíkurmótinu 1982, í
grein um Reykjavíkurmótið 1980.
Verður gripið niður í þá frásögn,
nokkuð stytta:
„5. umferðin var tefld fimmtudag-
inn 28. febrúar, en á hlaupársdaginn
föstudag 29. febrúar var frídagur
nema hvað biðskákir voru tefldar
fyrri hluta dags.
R. Byrne
Jón L. Árnason
Skákin tefldist svo þannig: 51. —
'é’gó 52. S e4 f3 53. S g4 fl xg4 54.
Sxg4 iL2.
í þessari stöðu gafst Jón upp,
enda annað peðstap í sjónmáli. Þeir
félagar tókust í hendur báðir sann-
færðir um að frekari taflmennska
hvíts hefði verið vonlaus.
í móttöku kvöldsins var auðséð að
Robert Byrne lá eitthvað á hjarta og
ekki hafði honum dvalist lengi er
hann vatt sér að Jóni L. svosegjandi.
„Ég færi þér slæmar fréttir, þú gafst
skákina í jafnteflisstöðu.“
Skákin hefði getað teflst þannig
áfram: 55. gxf3 Axf3 56. <É>f2
ÍLxg4 57. iLa5 <4'h5 58. <4>e3 iLdl
59. J.d8 g4 60. <4>f4 g4 61. iLe7 og
jafntefli blasir við.
Jón tók þessu með sinni kunnu ró-
semi, en á næsta hlaupársdag, 29.
febrúar 1984, ætti hann að halda sig
fjarri skákborðinu!“ segir Þráinn
Guðmundsson að lokum.
En það er fjarri því að Jón L. haldi
sig fjarri skákborðinu þennan
hlaupársdag. Hann er mættur til
leiks og lætur ekki deigan síga.
/ >
Sjómannastofan VÖR Hafnargötu 9 Grindavík — sími 92-8570
Bjóðum góða aðstöðu fyrir böð. Einnig skemmtileg setustofa með sjónvarpi.
Býður ykkur velkomin í mat og kaffi Opið alla daga kl. 9.00—23.00
s , —_
34