V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 7

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 7
Velkomin til Vestmannaeyja A liðnu ári hófst röð alþjóðlegra skákmóta á landsbyggðinni, en þegar hafa fjögur mót venð haldin. Forgöngu um mótin hefur tímaritið Skák haft, en slík mót verða ekki haldin nema til komi samstillt átak margra. Fimmta alþjóðlega skákmótið er orðið að veruleika, nú er mótstaðurinn Vestmannaeyj- ar og er það mikið gleðiefni hve mótið er skiþað mörgum sterkum skákmönnum víða að. Það hlýtur að vera íþróttinni tilframdráttar að halda slík skákmót á landsbyggðinni, en þar er ein- mitt að finna margan sterkan skákmanninn sem fœr með þvi tœkifœri til að fylgjast með í nálægð ogjafnvel taka þátt, auk þeirra fjölmörgu ungmenna sem með þessu gefst tœkifœn að njóta þess kyngimagnaða andrúmslofts, semjafnan umlykur mótsstað. Allt er þetta íþróttinni tilframdráttar. Skák hefur verið leikin í aldir, bœði sem keppnisíþrótt og dœgradvöl. Leikni í íþróttinni reynir á rökhyggju og skipulagsgáfu taflmannsins. Lengn mót reyna og á úthald keppandans. Skák er því krefjandi íþrótt sem reynir á hina margvíslegu mannlegu eiginleika og er þannig uppbyggjandi og þroskandi þeim sem leikinn reyna. Vestmannaeyjar hafa löngum verið vettvangur mikilla átaka, jafnt til lands og sjávar, hér erþvíkjör- inn vettvangur til skákmóts enda öll aðstaða fynr hendi. Fynr hónd okkar heimamanna vil ég bjóða aðkomna þátttakendur og starfsmenn mótsins velkomna til Vestmannaeyja og vona að þeir muni minnast ánœgjulegra stunda héðan úr Eyjum. Mótinu til handa er það von mín að leikgleðin verði ífyrirrúmi og allir muni hafa gagn og ánœgju af. Þökk sé öllum þeim sem á einn eða annan hátt gerðu kleift að fimmta alþjóðlega skákmótið er nú haldið í Vestmannaeyjum. * Olafur Elísson, bæjarstjóri 5

x

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/2058

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.