V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 23

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 23
Ásgeir Þór Árnason Fæddur 20.09.1957 Skákstig 2250 Ásgeir Þór Árnason er fæddur undir óheillastjörnu eins og hann segir sjálfur frá. Skákferillinn er orö- inn bæöi langur og strangur af svo ungum manni aö vera. Manngang- inn læröi hann 14 ára gamall, þá ný- orðinn íslandsmeistari unglinga í skák. Ásgeir er sókndjarfur vel viö skákboröiö og eru margar skáka hans hreinasta unun á aö horfa. Hans yndi er aö tefla skrýtnar og nýtískulegar byrjanir í ætt viö læri- meistarann Benoný, allavega nú í seinni tíö. Ásgeir hefur margsinnis teflt í landsliösflokki og hans besti árang- ur er þriöja sætiö 1977. Þaö sama ár tefldi hann á Heimsmeistaramóti unglinga i Innsbruck í Austurríki, meö viöunandi árangri. Þaö sama árvarðsem Kunnugterbróöirhans, Jón Loftur, heimsmeistari sveina. Skákmeistari Reykjavíkur varö hann áriö 1979. Ásgeri Þór hefur verið manna ötulastur viö aö tefla á helgarskákmótunum og fékk sér- staka viðurkenningu á helgarskák- mótinu í Vestmannaeyjum 1984, þ.e.a.s. efsta sætiö ásamt Helga Ólafssyni og aö auki boö á alþjóð- lega skákmótiö þar. Ásgeir Þór er lögfræöingur aö mennt. Björn í. Karlsson Fæddur 24.04.1943 Skákstig (2200) Björn læröi mannganginn um 10 ára aldur en hóf ekki þátttöku í skákmótum af alvarlega taginu fyrr en um 16 ára aldur er hann tefldi á Skákþingi íslands í fyrsta skipti. Skákiökun hans var þó stopul vegna náms, hann útskrifaðist sem stúdent frá Laugarvatni 1963 og hóf þá nám í læknisfræði. Sú fræöi- grein gefur því miöur títil tækifæri til skákiökunar. Björn útskrifaðist sem læknir áriö 1971 og fór þá skömmu síðar til Bandaríkjanna til náms í skurðlækningum og stundaöi þaö nám í Flint í Michigan allt til ársins 1975. Þegar því námi var lokið gáf- ust fleiri frístundir til aö sinna skák- inni og Vestmannaeyjameistari varö hann 1977. Áriö 1978 tefldi hann í áskorendaflokki. Björn hefur vegna starfs síns lítið getaö teflt á opinberum skákmót- um, hann segir sjálfur þaö baga- legt, hann geti alltaf átt von á því aö veröa kallaður út í skyldustörf. En 1981 leysti hann þetta vandamál meö því aö snúa sér aö bréfskák- inni og hefur síðan þá aðallega ein- beint sér aö henni. Þó brá hann sér á opið skákmót 1981 í sumarfríinu, í Narbonne í Frakklandi og náöi þar góöum árangri, 5 v. af 7 og 9. sæti. Björn í. Karlsson er yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. ERLENDU KEPPENDURNIR Niegel Short Fæddur 01.06. 1965 Skákstig 2535 Alþjóðlegur meistari 1979—’80 Stórmeistari 1984 Fæddur eins og áöur segir 1. júní 1965 og verður því tvítugur meöan á mótinu stendur. Short vakti snemma mikla athygli og var snemma talinn undrabarn í skák. Eitthvað bakslag kom svo upp og árangurinn lét á sér standa. Upp á síökastiö hefur Short þó tekið sig til og náö allgóðum árangri. Short nái sér í alþjóðlegann meistaratitil á Hastingsmótinu 1979/80 og stór- meistaratitilinn á alþjóöaskák- mótinu í Esbjerg í Danmörku fimm árum síðar 1984. Short er því yngsti stórmeistarinn í heiminum í dag. Short hefur teflt á mörgum alþjóð- legum mótum og tefldi í fyrsta sinn á meistaramóti Bretlandseyja 1979, aöeins fjórtán ára aö aldri. Hann vann þaö mót síðar, eöa áriö 1984. Hann vann fyrsta „Mastergame" sjónvarpsmótið breska áriö 1981, og nýskeö sigraði hann bandaríska Sovétmanninn Lev Alburt 7—1! í nýrri keppni milli meistara Banda- ríkjanna og Bretlands. William J. Lombardy Fæddur 04.12.1937 Skákstig: 2500 Stórmeistari Bandaríkjamaðurinn William J. Lombardy er stigahæstur útlend- inganna. Hann hefur margsinnis heimsótt ísland og á hér góöa kunningja. Fyrsta heimsókn hans til íslarids mun hafa verið áriö 1957 þegar hann keppi hér í Bandarísku sveitinni á Heimsmeistaramóti stúdenta í skák. Sama ár varö hann 21

x

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/2058

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.