V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Page 28

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Page 28
1. Skyldi ekki sagan af Taflfélagi Vest- mannaeyja vera saga félagslífs í dreifbýli, sagan af áhuga og dugn- aöi brautryðjenda, sagan af erfiö- leikum fámenns félagsskapar í samfélagi þar sem vinnan gengur fyrir öllu, þar sem atvinnusveiflurn- ar reynast öllu félagslífi öröugar. Lagt er upp í ferðina meö bjartsýn- ina eina og dugnaöinn í vegarnesti, en svo dofnar smám saman yfir og að lokum lognast félagið út af. En aftur er haldið af staö, sama sagan gerist á ný og enn á ný. Þannig er örugglega saga margra ágætra fél- aga í hinum dreiföu byggöum ís- lands. 2. Taflfélag Vestmannaeyja er fyrst stofnað síösumars áriö 1926. Stofn- endur voru níu, en fljótlega bættust fleiri í hópinn, þannig aö félags- menn uröu tuttugu talsins þegar á fyrsta fundi. Enn bættist viö, því aö mikið líf var í félaginu og komst fjöldi félagsmanna upp í 44 alls. Samin voru vönduð lög fyrir félagið og einnig reglur um innanfélags- kappskákir. Þessar reglur eru all fróölegar og vel þess viröi aö frá þeim sé sagt, enda þótt þær hafi sennilega ekki verið í gildi nema fá ár. En þetta eru áhugaverðustu atriðin úr keppnisreglunum: 1. Félagsmönnum er skipt i þrjá flokka eftir styrkleika, og í hverj- um flokki er raðað í töluröö, einnig eftir styrkleika. Nýir fél- agar setjast í 3. fokkinn (sem er lægsti flokkurinn) og neöstir þar í röö, nema sérstaklega standi á og stjórnin veiti samþykki þar til. 2. Vilji félagsmaöur færa sig upp er honum heimilt aö skora á allt aö sjötta manni fyrir ofan sig. Veröi sá sem skorar fyrri til aö vinna 3 skákir (jafntefli ekki tal- in), skiptir hann um númer viö þann sem hann skoraði á. Sam- kvæmt þessu geta nr. 1, 2, 3, 4 og 5 í einum flokki skorað á mann í næsta flokki fyrir ofan. Vinni áskorandinn, flyst sá sem á var skorað þó aöeins niöur í neðsta sætiö í flokki sínum, þannig aö mönnum fjölgar um einn í þeim flokki. Enginn er skyldur til aö taka áskorun oftar en tvisvar á sama almanaksári frá sama manni. Innanfélagskappskákir hafa engin áhirf á töluröðina. Svipaöar reglur munu hafa verið í gildi hjá öörum íslenskum skákfé- lögum, og þær virðast hafa gefist sæmilega. Má sjá af breyttri röö í félagaskrá aö talsvert hefur veriö um áskoranir og flutning manna, jafnvel milli flokka. Helstu frumkvöðlar aö stofnun tafl- félagsins munu hafa verið þeir Kristinn Ólafsson bæjarstjóri og Ólafur Magnússon á Sólvangi. Mikiö fjör var í félagsstarfinu fyrstu árin, menn flytjast upp og niöur milli flokka og stjórnir eru endurkjörnar, nema hvaö Kristinn Ólafsson hverf- ur á brott til Norðfjaröar en Jóhann Gunnar bróöir hans tekur sæti hans í stjórn. Sem dæmi um starfsemina má nefna símskák viö Reykjavík í febrúar 1929. Reykvíkingar hlutu 41/2 vinning gegn 31/2, en tvær skákir voru óútkljáðar. Símskákirn- ar stóöu frá því klukkan rúmlega 8 á laugardagskvöldi til kl. 10 á sunnudagsmorgni. En um 1930 fer aö dofna yfir félag- inu. Bar þar margt til, kreppan var komin í algleyming, atvinnuástand mjög erfitt og fátækt mikil. Hús- næöismálin höföu ávallt veriö þungur baggi á félaginu, stundum svo aö menn tefldu kappskákir heima hjá sér. Á þessum árum kemur fram nýtt spil, bridge, og nær fjótt miklum vinsældum, margir skákmenn fóru aö spila bridge. Um svipað leyti koma fram ýmsir afreksmenn í Frá fjöltefli W. Lombardys í Samkomuhúsinu i nóvember 1975. Á myndinni má þekkja f.v. Sævar Halldórsson, Magnús H. Magnússon, fyrrv. bæjarstjóra og ráðherra. 26

x

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/2058

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.