V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 17

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 17
áhrif, hraunstraumurinn hægöi á sér og stöðvaðist að lokum. Enginn vafi er á því aö þessi vatnsdæling bjargaði höfninni og miklum hluta bæjarins frá þvi að verða hrauninu aö bráð. í apríl sáust fyrstu merki þess að farið væri að sljákka í gosinu og í maí dró enn frekar úr því. Loks kom að því í júní að ekkert hraunrennsli var frá gígnum. Og 3. júlí tilkynnti Almannavarnanenfd Vestmanna- eyja að gígurinn væri lokaður og gosvirkni hætt að dómi vísinda- manna. í þessu gosi féll óhemju mikið af ösku á bæinn. Austast í bænum var öskulagiö 5—6 m á þykkt og er áætlað að um 2 milljónir rúmmetra af ösku hafi fallið á bæinn. Um þriöjungur húsa í bænum var þá kominn undir hraun. 2. Þættir úr sögu eyjanna. Vestmannaeyjar koma við sögu þegar á fyrstu árum íslandsbyggð- ar, árið 875, að því að kennt hefur verið í skólum. (Reyndar virðist gröftur forleifafræðinga í Herjólfs- dal benda til eldri byggðar þar en heimildir eru til um.) Ingólf- ur Arnarson landnámsmaður fór þá að leita fóstbróður síns Hjörleifs Hróðmarssonar sem kom með hon- um til íslands til að setjast hér að. Ingólfur fann Hjörleif veginn í Hjör- leifshöfða, en hvorki konu hans né þræla. Hann hóf leit að þrælunum og fann þá úti í Vestmannaeyjum. Ingólfur drap þrælana ti! að hefna fóstbróður síns og eru eyjarnar síðan við þá kenndar, því að þræl- arnir voru Vestmenn, með öðrum orðum írar. Grasi gróin brekka norð- an í Heimakletti hefur minnt á þessa atburði. Hún eitir Dufþekja og talið að hún hafi verið nefnd eftir Dufþaki þræli Hjörleifs, en hann hafi hrapað þar til bana á flótta undan Ingólfi og mönnum hans. Herjólfur Bárðarson er talinn land- námsmaður Vestmannaeyja. Hann byggði sér bæ í dal þeim sem enn er við hann kenndur, Herjólfsdal. Talið er aö enn sjái fyrir tóttum land- námsbæjarins, og var grafið þar fyrir nokkrum áratugum. Taliö er aö fyrsta kirkja á íslandi hafi veriö byggð í Vestmannaeyjum. Hana reistu þeir Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti, en þeir höfðu fengið Vestmannaeyingar i Þjóðhátíðarhíbýlum sínum. Björgunaræfing að vetri til. Friðþór Guðlaugsson sundkappi fyrir miðju. 15

x

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/2058

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.