V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 20
KEPPENDUR
Á V. ALÞJÓÐASKÁKMÓTI LANDSBYGGÐARINNAR
ÍSLENSKU
KEPPENDURNIR
Jóhann Hjartarson
Fæddur 08.02.1963
Skákstig: 2530
Alþjóðlegur meistari 1984
Jóhann Hjartarson er 21 árs gamall
lögfræöinemi. Hann vakti strax at-
hygli á Skákþingi íslands 1978, þá
15 ára gamall nýliöi.
Hann var þá alltaf í toppbaráttunni
og heföi náö verðlaunasæti ef ekki
heföi komið til óvænt tap í síöustu
umferö. Samt var ísinn brotinn og
17 ára gamall varö Jóhann íslands-
meistari áriö 1980.
Strax áriö eftir náöi hann sínum
fyrsta áfanga að alþjóðatitlinum,
þaö varásíöasta Lone Pine mótinu.
Næstu áfangar aö titlinum létu þó
bíöa furöu lengi eftir sér og þaö var
ekki fyrr en á heimsmeistaramóti
sveita 26 ára og yngri í Chicago
1983 aö næsti áfangi kom. Þá varö
aðeins áfanginn á lokuöu móti eftir.
í janúar 1984 sannaöi Jóahnn tví-
mælalaust rétt sinn til titilsins meö
því aö ná ööru sætinu í Gausdal í
Noregi.
Jóhann hefur þrisvar veriö í ís-
lensku Ólympíusveitinni og má
nefna aö hann hefur unnið marga
18
sigra meö Búnaðarbankasveitinni
sigursælu, en hana hefur Jóhann
leitt undanfarin fjögur ár.
Alþjóðlega Búnaöarbankamótiö
1984 varö svo mót Jóhanns, þar
sigraöi hann meö glæsibrag heil-
um vinningi fyrir ofan næsta mann,
og tók þar ekki aðeins iokaáfanga
aö alþjóðlega meistaratitlinum
heldur einnig 1. áfanga aö stór-
meistaratitli. En Jóhann lét ekki þar
viö sitja heldur hélt sigurgöngu
sinni áfram og var í 1.—3. sæti á 11.
Reykjavíkurskákmótinu og þá var
2. áfangi aö stórmeistaratitli í höfn
og tæplega langt aö bíöa eftir loka-
áfanganum.
Þaö kom líka í Ijós þegar stigalisti
Fide 1984 kom út aö Jóhann haföi
heldur betur tekið stór stökk upp á
viö og hækkaö um 105 stig og enn
hefur Jóhann hækkaö um 10 stig á
nýútkomnum stigalista Fide. Jó-
hann var íslandsmeistari í skák
1984.
Lengi leit út fyrir aö Jóhann næöi
lokaáfanga aö stórmeistaratitli á
Ólympíumótinu í Saloniki í Grikk-
landi 1984 en þátefldi hann allar 14
skákirnar og stóö sig mjög vel,
hlaut 8 vinninga, en þreyta í lokin
varö vafalítiö til þess aö hann missti
af titlinum í þaö skiptið.
í janúar sl. tefldi Jóhann á svæöis-
mótinu í Gausdal í Noregi. Þar var
hann lengi í forystu og lenti loks i 4.
sæti meö 6V2 vinning.
Á afmælismóti Skáksambandsins í
febrúar var Jóhann ekki í stuöi og
herslumuninn vantaöi á allsterku
móti í Kaupmannahöfn í mars sl.
Eftir þaö hefur Jóhann einbeitt sér
aö náminu þar til nú aö loknum
prófum fyrsta árs í lögfræöi aö hann
kemur vígreifur til leiks.
Helgi Ólafsson
Fæddur 15.08.1956
Skákstig: 2515
Stórmeistari 1985
Helgi Ólafsson er stigahæsti kepp-
andinn á Húsavíkurmótinu. Helgi
tefldi mikiö og tók miklum framför-
um á árunum 1975—1978 og hlaut
þá titil alþjóöameistara. Hann varö
Skákmeistari Taflfélags Reykjavík-
ur haustiö 1975 og Skákmeistari
Reykjavíkur 1976. Helgi hefur tví-
vegis orðið íslandsmeistari, árin
1978 og 1981. Eftir fyrstu uppgangs-
árin var eins og Helgi þyrfti nokkur
ár til aö safna í sig veðrinu en er nú
kominn á fulla ferö aftur og fer mik-
inn. Á þessu ári hefur hann teflt
þrotlaust, fyrst í Svæöismótinu í
Gausdal í Noregi og síðan í Af-
mælismóti Skáksambands íslands
sem lauk 24. febrúar sl. Helgi unni
sér þá ekki hvíldar fyrir Húsavíkur-
mótiö og hélt galvaskur til Kaup-
mannahafnar á alþjóölegt skákmót
í millitíðinni.
Eins og fram kemur hér aö ofan
náöi Helgi aö Ijúka sókninni til stór-
meistara í Kaupmannahöfn og var
þaö reyndar vonum seinna, þótt
óneitanlega heföi okkur þótt
gaman aö sá atburöur heföi oröiö á
íslands stoö.