V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 30
Frá fjöltefli Helga Ótafssonar í Alþýduhúsinu 6. mars 1982. Frá vinstri: Ágúst, Ómar, Steinar
Óskarsson, Þorvaldur Hermannsson, Sigmundur Andresson og Herbert Sveinbjörnsson.
daglega. Karl lifir enn og er kominn
á níræðisaldur.
Þeir Árni Stefánsson og Ragnar
Halldórsson hafa báðir orðið kunnir
á öðru sviði skáklistarinnar, þeir
hafa samið skákdæmi er birst hafa
hér í blöðum og einnig í tímaritum
erlendis.
Báðir fluttust á Reykjavíkursvæðið,
og var Árni meðal fremstu skák-
manna Reykvíkinga um skeið, og
hefur síðar talsvert gefið sig aö bréf-
skák. Hann varð íslandsmeistari í
bréfskák 1982. Þá er vert að geta
þess að Árni var einn af stofnend-
um tímaritsins Skák árið 1947 og
stóð að útgáfu þess í tvö ár.
5.
Enn kemur eyða í starfsemi félags-
ins, heill áratugur líður án þess að
nokkuð sé skráð í bækur.
En 15. seþtember 1957 er enn
skráður stofnfundur Taflfélags Vest-
mannaeyja. Síðan hefur félagið
starfað óslitið, nema hvað hlé varð
á starfsemi þess meðan gosið í
Heimaey stóð. í gosinu glötuðust
allir gripir félagsins, en það tjón
fékkst bætt úr Viðlagasjóði.
Félagið hefur beitt sér fyrir skák-
kennslu barna og unglinga, fengið
erlenda taflmeistara til að tefla fjöl-
tefli, haldið félagsfundi og skákmót.
Eitt er rétt að nefna enn: í Vest-
mannaeyjum hefur verið teflt með
lifandi mönnum nokkrum sinnum. í
þeirri skákvakningu sem varö um
aldamótin var teflt lifandi manntafl á
Landakotstúni í Reykjavík. Þá var
teflt á sama hátt í Vestmannaeyjum
og jafnvel á ísafirði að því er mér
hefur verið tjáð. Taflið í Vestmanna-
eyjum fór fram í Herjólfsdal. Mark-
aðir voru reitir í grassvörðinn og full-
orðið fólk haft í hlutverkum kónga
og hriðfólks en börn léku peðin.
Þetta þótti hin besta skemmtun.
Árið 1950 var þetta tekið upp að
nýju á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga.
Þar áttust við fulltrúar íþróttafélag-
anna Þórs og Týs, þeir Árni
Stefánsson og Vigfús Ólafsson.
Árið 1982 var enn teflt með lifandi
mönnum á Þjóðhátíð og voru tefl-
endur í það sinn Guðmundur Búa-
son og Kári Sólmundarson.
6.
Þess var getið hér í upphafi að Tafl-
félag Vestmannaeyja er lifandi
dæmi um þá erfiðleika sem félög úti
á landsbyggðinni eiga við að etja,
og þá ekki síður um þá bjartsýni og
þann dugnað sem forystumenn í
félagsmálum þurfa á að halda
þegar byggt er á ný á rústum hins
gamla. Þeir erfiðleikar sem viö er
að etja hafa ekki verið tíundaðir hér
og ekki er ætlunin að gera það. Þó
liggur í augum uppi að einn erfið-
asti þröskuldurinn eru húsnæöis-
málin. Jafnvel öflugasta skákfélag
landsins, Taflfélag Reykjavíkur, var
sífellt á hrakhólum með húsnæði í
talsvert meira en hálfa öld, og má
þá nærri geta hvernig hefur verið
hjá þeim smærri.
Annað atriði eru fólksflutningar milli
staða. Það kemur greinilega í Ijós,
jafnvel í stuttu ágripi eins og þessu,
að margir færustu menn félagsins
hafa flutt á brott í miðjum klíðum og
eru nú búsettir annars staðar.
Dæmi um þetta er Helgi Ólafsson
stórmeistari í skák. Hann fluttist til
Eyja barn aö aldri er faðir hans
gerðist bankastjóri í Eyjum. Þar
kynntist hann skákinni á rammís-
lenskan hátt: hann varð veikur og
komst þá í ágæta bók er nýlega
hafði verið þýdd úr rússnesku,
Fléttan eftir Romanóvskí. Skákin
greiþ Helga sterkum tökum, hann
gaf sig fram í taflfélaginu og fór að
tefla þar. Árangurinn var kannski
ekki ýkja burðugur í fyrstu, en þó
leist sumum vel á drenginn og gáfu
sér tóm til þess að tefla við hann og
kenna honum. Ekki þarf að rekja þá
sögu nánar, framfarirnar urðu
býsna hraðstígar þegar Helgi var
kominn á skrið, eins og allir þekkja.
Nú er Helgi löngu fluttur frá Eyjum,
en hann hugsar með hlýju til taflfél-
agsins þar sem hann steig sín
fyrstu spor á framabrautinni.
Óg lýkur hér að segja af Taflfélagi
Vestmannaeyja.
Hollenski stórmeistarinn Jan Timman teflir fjöltefli i Vestmannaeyjum.
28