Skák - 01.09.2001, Blaðsíða 6
nr. nafn titiil land stig 1 2 3 4 5 6 vinn.
1. Kasparov SM Rússl. 2849 X 1/2 '/2 1 1/2 '12 1 '12 1 1 1 71/2
2. Polgar SM Ungv.l. 2676 1/2 */2 X '12 0 1 0 1/2 1 /2 1/2 '12 4'l2
3. Karpov SM Rússl. 2679 0 i/2 '12 1 X 1/2 '12 1/2 1/2 1/2 0 41 /2
4. Shirov SM Spáni 2718 '12 0 0 1 >/2 1/2 X 1/2 '12 1 0 4'/2
5. Leko SM Ungv.l. 2745 1/2 0 '12 '/2 1/2 '/2 '12 1 /2 X '12 '12 4!/2
6. Gritsjúk SM Rússl. 2663 0 0 '/2 'Í2 '12 1 0 1 '12 1 /2 X 41/2
Átjánda alþjóðlega skákmótið í
Linares á Spáni var teflt dagana
23. febrúar til 6. mars s.l. Mót-
ið, sem hefur verið haldið árlega
síðan 1988, skipar sérstakan
virðingarsess í skákheiminum og
gaf Kasparov mótinu heitið
Wimbledon skákarinnar.
Linares er 65þúsund manna
bær, sem er inni í landi í þriggja
klukkustunda lestarfjarlægð frá
Madrid. Ferðalangar fara úr
lestinni í smábænum Baeza, en
þaðan taka þeir leigubíl, sem er
nokkrar mínútur að aka þeim á
Hótel Anibal í Linares. Hótelið
er kennt við hershöfðingjann,
Hannibal frá Karþagó (247-183
fyrir Krist). Hann varð land-
stjóri Karþverja á Spáni árið
221, en þekktastur er hann fyrir
að fara með her sinn á fílum yfir
Alpana niður á Italíu. Þar vann
hann marga hernaðarsigra á
Rómverjum, áður en Skípíó Afr-
íkanus vann úrslitasigur á hon-
um við Zama, árið 202. Sagt er
að Rómverjar hafi fundið málma
í fjöllunum við Linares og
námugröftur var lengi aðalat-
vinnugreinin, en það gæti verið
ástæðan fyrir því, að öllum
finnst bærinn ljótur. Nú er
stunduð þarna ólívurækt og svo
er starfrækt þar bílaverksmiðja,
sem framleiðir spænska útgáfu af
Suzuki, sem kallast Santana.
Maðurinn á bak við mótin er
Luis Rentero, spænskur auðmað-
ur, sem komist hefur í góð efni
við rekstur á verslanakeðju.
Hann leggur mikla áherslu á, að
keppendur leggi sig fram á mót-
unum og stutt stórmeistarajafn-
tefli eru eitur í hans beinum.
Hann gerir samninga við kepp-
endur á mótinu, þar sem þeir
skuldbinda sig til að semja ekki
um jafntefli fyrir 40. leik.
Kasparov mun að vísu hafa kom-
ist upp með að brjóta þetta á-
kvæði, en Rentero hefur skrifað
keppendum mörg skammarbréf,
af þessu tilefni, og sumir hafa
verið sektaðir. Önnur fræg aðferð
hjá Luis er, að kalla á keppanda,
sem leggur sig ekki fram, að hans
mati, og sýna honum í vasa sinn,
þar sem hann hefur umslag, fullt
af peningum. Þetta hefur oft
haft ótrúlega fjörgandi áhrif,
jafnvel á lötustu keppendur.
Rentero hefur á þennan hátt tek-
ist að halda hundraðstölu vinn-
ingsskáka á mótunum ótrúlega
hátt, eða nálægt 66.
I dag er það sonur Renteros,
sem ber hitann og þungann af
framkvæmd mótanna. Það er
skarð fyrir skildi, en ástæðan fyr-
ir fjarveru Luis er sú, að hann
lenti í mjög alvarlegu bílsfysi fyr-
ir nokkrum mánuðum og mun
bati hans geta tekið upp undir
tvö ár. Hann skrapp út í búð á
206
S K A K