Skák


Skák - 01.09.2001, Blaðsíða 38

Skák - 01.09.2001, Blaðsíða 38
Mistök meistaranna Eftirfarandi staða kom upp í meistaramóti Danmerkur í at- skák árið 2000. Curt Hansen Sune Berg Hansen Eins og við sjáum þá hefur hvít- ur tveimur peðum meira og vænlega stöðu. Ekki fylgir sög- unni hvort hvítur var í tíma- hraki, en hann lék hér óvæntum leik: 26. Hf3?? Ótrúlegur af- leikur! Svartur notfærði sér þessi mistök og lék að bragði 26. - Dxb5 27. Ddl!! Með þessum leik fylgdi jafnteflistilboð, sem svartur þáði, því það nægði til sigurs í mótinu. Auðvitað hefði hann unnið skákina, ef teflt hefði verið áfram. Staðan hér að neðan kom upp í alþjóðaskákmóti á Hasselbacken í Stokkhólmi sumarið 2000, þar sem helmingur keppenda af 10 voru stórmeistarar. R. Ákesson (Svíþjóð) Eðlilegasti leikurinn er hér 23. Rc4 með jafnri stöðu. En hvít- ur hafði önnur áform í huga og lék: 23. Dg4?? Skýringin á þessum leik er líklega sú, að hvítur reiknaði með t.d. 23. - Dxg4 24. Rxg4 Bxg3 25. hxg3 Rb4, en yfirsást algjörlega hið einfalda svar svarts. 23. - f5! Nú er riddarinn á e5 dauðans matur. 24. Dg6 Hf6 og hvítur gafst upp. Dæmahornið 1. Ole Balslev Frumrit 2. Charles Ledermann Ellustré 1931 Mát í 2. leik 3. Hugo Knuppert TFS 1970 1. verðlaun Mát í 3. leik 248 S K A K

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.