Skák - 01.09.2001, Blaðsíða 21
)
*
>
rfLundin/
Myndin sú arna er að þessu sinni
æði gömul, en merkileg fyir ým-
issa hluta sakir. Myndin er
reyndar frá Minningarmóti um
Guðjón M. Sigurðsson - Guð-
jónsmótinu sem sumir kölluðu
Taimanov mótið, en það var
haldið í Sjómannaskólanum í
mars 1956.
Frægast er mótið líklega fyrir
frammistöðu Benónýs Bene-
diktssonar sem gerði jafntefli við
báða sovésku meistarana, Taima-
nov og Ilivitsky og er sú saga
kunn í íslenskri skáksögu - og
svo sigraði Friðrik Ólafsson á
mótinu, sem að sjálfsögðu dró
að sér athygli og áhorfendafjöld!
Keppendur voru 10 og má
máski greina þá alla á myndinni.
Næst snýr Sveinn Kristinsson
baki í myndavélina en andstæð-
ingur hans er Jón Þorsteinsson.
Þá teflir Gunnar Gunnarsson
við Baldur Möller, en andstæð-
ingur Benónýs er væntanlega
Guðmundur Agústsson sem
stendur við gluggann næst við
hlið Sigurðar Jónssonar forseta
S.í.
Þá fer að vandast málið, en
væntanlega teflir Freysteinn Þor-
bergsson við Taimanov og fjærst
fæst Friðrik Ólafsson við Ilivit-
sky.
Það taldist til nýjunga að allar
skákir voru sýndar á sýningar-
borðum í taflsal og skýrðar á
næstu hæð og hafði Gísli Isleifs-
son sem stendur fyrir miðju um-
sjón með þeim þætti.
Hvergi kem ég auga á móts-
stjórann Jón Böðvarsson, en að-
stoðarskákstjórinn Bjarni Felix-
son stendur að baki Baldurs
Möller og Árni Jakobsson einn
skákstjóranna við hlið hans.
Ekki þori ég að nafngreina á-
horfendur, þótt ég þykist þelckja
þar nokkur andlit - hitt man ég
að mjög heitt og mollulegt var
oft í salnum og spenna mikil!
S K A K
231