Skák - 01.09.2001, Side 7
frúarbílnum, í stað Rolls Royce
glæsikerrunnar sinnar, aldrei
þessu vant. Hann lenti í hörð-
um árekstri við stóran flutninga-
bíl á gatnamótum í bænum og
má þakka fyrir að þessi óvenju-
lega hæverska kostaði hann ekki
lífið.
Mótið í Linares var að þessu
sinni haldið í skugga ofurskák-
mótsins, sem teflt var í Wijk aan
Zee í Hollandi mánuði fyrr.
Bæði Anand og Kramnik neit-
uðu að tefla á mótinu, sem þeir
segja klæðskerasaumað fyrir
Kasparov. Mótið var af þessum
sökum “aðeins” í 19. styrkleika-
flokki FIDE (Wijk í 21.) og
tefldu sex skákmeistarar tvöfalda
umferð. Garrij Kasparov,
Anatolij Karpov, Alexei Shirov,
Júdít Polgar, Peter Leko og hinn
ungi og bráðefnilegi, Alexander
Gritsjúk, sem þarna fékk eld-
skírn sína í ofurskákmóti.
Mótið fór óvenjurólega af
stað, öllum skákunum í þremur
fyrstu umferðunum lauk með
skiptum hlut. Ástæðan fyrir
þessum úrslitum var þó ekki
friðsemd keppenda, þannig að
hinn litríki mótshaldari,
Rentero, hafði ekki ástæðu til að
ávíta þá.
Eftir þessa byrjun stakk
Kasparov aðra keppendur af,
vann fimm af síðustu sjö skákun-
um. Hann tefldi mjög vel, endur-
nærður eftir sigurinn í Hollandi.
Þetta er sjötti sigur Kasparovs í
níu mótum í Linares og sá þriðji
í röð (jafn Kramnik í fyrra).
Júdít Polgar fylgdi honum
eftir framan af, gerði m.a. jafn-
tefli í báðum skákunum við
meistarann, en hún hélt þetta
ekki út.
Aðrir keppendur komust
aldrei í helming mögulegra
vinninga á mótinu.
Það er dálítið sérkennilegt, að
tvö síðustu árin hefur meiri hluti
keppenda fengið minna en
helming vinninga, en í fyrra
fengu Kramnik og Kasparov 6
'/2 v., en aðrir keppendur 4 lli v.
hver.
Nú fékk Kasparov 7 '/2 vinn-
ing, en hinir fimm 4 >/2 v.
Það var gaman að sjá Karpov
aftur á sterku skákmóti. Hann
og Kasparov létu gamlar erjur
lönd og leið, enda á sá síðar-
nefndi nóg með stríðið við
Shirov. Gömlu erkiandstæðing-
arnir, Kasparov og Karpov, rann-
sökuðu skákir sínar lengi, að
þeim loknum, og áttu að öðru
leyti vinsamleg samskipti á mót-
inu. Karpov tefldi vel, en æf-
ingaleysið varð til þess, að hann
lenti oft í slæmu tímahraki, og
þá flugu góðu stöðurnar út um
gluggann.
Um einstök úrslit vísast til
meðfylgjandi töflu, en hér á eft-
ir koma nokkrar skákir frá mót-
inu.
Hvítt: A. Shirov
Svart: A. Karpov
Caro-Kann (Informator: B17)
l.e4 c6 2.d4 d5 3.Rc3 dxe4
4.Rxe4 Rd7 5.Rg5 Rgf6 6.Bd3
e6 7.Rlf3 Bd6
Það er þekkt í fræðunum, að
svartur geti tæplega leyft sér, að
leika 7. - h6?!, vegna 8.Rxe6.
Þekktasta skákin er vafalaust
tapskák Kasparovs gegn Dimm-
blárri, IBM-tölvunni, árið 1997:
8. - De7 (ef til vill er skárra að
leika 8. - fxe6 9.Bg6+ Ke7 10.0-
0 Dc7 ll.Hel Kd8) 9.0-0 fke6
10. Bg6+ Kd8 1 l.Bf4 b5 12.a4
Bb7 13.Hel Rd5 l4.Bg3 Kc8
15.axb5 cxb5 l6.Dd3 Bc6
17. Bf5 exf5 18.Hxe7 Bxe7
19. c4 og svartur gafst upp.
8.De2 h6 9.Re4 Rxe4 10.Dxe4
c5!?
Svartur getur einnig leikið 10. -
Dc7, t.d. 11.0-0 b6 12.Dg4 g5
13.Dh3 Hg8 l4.Rd2 Bb7 15.a4
0-0-0 I6.a5 Rf6 17.axb6 axb6
18. Rb3 g4 19.Dh4 Be7 20.Hel
Rd5 21.Dh5 Bf6 22.Bd2 Hd7
23. Ba6 Hg6 24.Bxb7+ Kxb7
25.Hxe6 Re7 26.Hxf6 Hxf6
27.Dxg4 Hd8 28. g3 He6
29.Df3 Hf8 30.c4 Rc8 31.d5
Hg6 32.Rd4 og svartur gafst
upp (Pónómarjov-Galkin, Laus-
anne 2000).
11. Dg4
I skákinni, Topalov-Karpov, Dos
Hermanas 1997, varð framhald-
ið 11.0-0 Rf6 12.Bb5+ Ke7
13.De2 Dc7 I4.dxc5 Dxc5
15.Be3 Dc7 16.Bd4 Hd8 17.c3
Bd7 18.Bc4 Bc6 19.Re5 Be4
20. Rg4 Rxg4 21.Dxe4 Bxh2+
22.Khl Be5 23.Bxe6 fxe6
24. Dxg4 Bxd4 25.cxd4 Kf7,
með jafntefli í 35. leik.
11. - Df6!?
Þessi eðlilegi leikur mun vera
nýjung. Áður hefur verið leikið
11. -KfS, t.d. 12.Bf4e5 13.dxe5
Rxe5 l4.Dg3 Rxd3+ 15.cxd3
De7+ 16.Kd2 Bxf4+ 17.Dxf4 g5
18.Dc4 Kg7 19.Dc3+ Df6
20.Hhel Dxc3+ 21.bxc3 Be6
22.Habl b6 með þægilegra tafli
fyrir svart, sem vann í 57. leik
(Palac-Dizdarevic, Pula 1996)
12. c3
Það kemur sterklega til greina
fyrir hvít að leika 12.Be3, t.d.12.
- cxd4 13.Bxd4 (13.Rxd4 Re5
s K A K
207