1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Síða 15

1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Síða 15
Zoltan Almasi SM F. 29. 08.1976 Skákstig 2610 Lang stigahæsti keppandi mótsins er Ungverjinn Zoltan Almasi sem er aðeins 18 ára. Hann á nú þegar að baki glæstan feril og er núverandi heimsmeistari í flokki 18 ára og yngri, en það afrek vann hann á heims- meistaramótinu í Bratislava í fyrra. Almasi hefur á nokkrum árum komið sér í hóp fremstu skákmanna í heiminum í dag, en hefur verið í skugganum af ungversku skák- drottningunni Judit Polgar. Framfarir hans hafa verið með ólíkindum og til dæmis þá hækkaði hann um 120 skákstig í fyrra og alls um 365 skákstig á seinustu fjórum árum. Helstu afrek Almasi fyrir utan heims- meistaratitilinn eru sigur á tveimur stórmeistaramótum í Kacskemet þar sem hann fékk tvo stórmeistara- áfanga, sigur á opnum mótum á Italíu og Sviss og síðast en ekki síst sigur hans á stórmeistaramóti í Altensteig í Þýskalandi. Þar var hann fyrir ofan marga þekkta skákmenn svo sem Jusupov og Romanishin og þar fékk hann lokaáfangann að stórmeistara- titli. Almasi mun án efa verða í toppbaráttu mótsins og verður gaman að sjá viðureignir hans við íslensku keppendurna. John Emms AM F. 14. 03.1967 Skákstig 2525 Emms sem er 27 ára gamall náði alþjóðlegum meistaratitli árið 1990, eftir að hafa náð áföngum að alþjóðlegum titli á breska meistara- mótinu 1989, á frönsku móti 1990 og á móti í Israel 1990. Hann hefur nú hlotið tvo áfanga að stórmeistaratitli og er því í hópi þeirra sem möguleika eiga á stórmeistaratitli í mótinu. Helstu sigrar Emms eru 1.-2. sæti á Dubai Open 1990, 1.-4. sæti á Opna Kaupmannahafnarmótinu 1992, sigur á móti í Las Palmas 1993. Afangana að stórmeistaratitli fékk hann á breska meistaramótinu í fyrra þar sern hann varð í 3.-5. sæti og þegar hann varð í 1.-2. sæti á Opna Kaupmanna- hafnarmótinu í fyrra. Enrms er mjög stigahár um þessar mundir með 2.525 stig, en til að ná stórmeistaratitli þarf einungis 2.500 stig og því hlýtur stórmeistaratitillinn að vera á næstu grösum, og spurning hvort að það takist ekki á Kópavogsskákmótinu. Efstratios Grivas SM F. 30. 03.1966 Skákstig 2505 Grivas byrjaði að tefla þegar hann var 13 ára, og á aðeins þrernur árum tókst honum að sanna sig, en hann sigraði á gríska unglingameistaramótinu 16 ára gamall. Leið hans lá beint upp á við og ári síðar sigraði hann á gríska meistaramótinu. 18 ára varð hann alþjóðlegur meistari og nú í fyrra varð hann stórmeistari. Grivas hefur unnið til fjölda verðlauna og meðal annars sigrað tvisvar á gríska meistaramótinu og vann alþjóðlegt skákmót í Munchen árið 1987, en þátttakendur voru hvorki fleiri né færri en 320. Grivas hefur skrifað fimm bækur og er nú ritstjóri skákblaðs gríska skáksambandsins. Hann náði áföng- unum að stórmeistaratitli á alþjóðlega mótinu í Haifa 1989, á Akrapólis- mótinu 1991 og á móti í Katerini 1992. Mark Hebden SM F. 15. 02.1958 Skákstig 2530 Hebden er einn af þeim fjórum stórmeisturum sem koma erlendis frá. Hann er búinn að tefla mikið gegnum tíðina, og er með virkustu skák- mönnum Englendinga en hefur aðeins verið stórmeistari í þrjú ár, en var þar á undan búinn að vera alþjóðlegur meistari í mörg ár. Aföngunum náði Hebden á Loyds Bank mótunum 1989 og 1991, og á móti í Dunkirk í Frakklandi 1992. Bestu árangrar á skákmótum að undanförnu eru sigrar á Benidorm Open 1993, Capablanca Memorial mótinu á Kúbu 1993, Mallorca Open 1993 og núna síðast á Capelle La Grande, opnu móti sem haldið var í Frakklandi nú í febrúar. Hann ætti því að koma vel undirbúinn til leiks og getur ellaust blandað sér í toppbaráttuna. 15

x

1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið
https://timarit.is/publication/2060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.