Viljinn - 27.01.1969, Page 14
ölafur H. Jónsson næsti forseti N. F. V. 1. ?
Jú, því ekki það. Hver er ekki orðinn þreyttur á hinni síhrörnandi stjórn N. F. V. í. ?
Hver vill ekki hleypa nýju blóði og nýju lífi í æðsta embætti Nemendafélagsins ?
Víst er það, að nýr maður mun taka stjórnvölinn, en hversu sjálfstæður og góður
verður hann? Það er komið undir þér, kjósandi góður.
Ég hef fylkt mér í hóp stuðningsmanna Dlafs H. Jónssonar, þvf það er einlæg
trú mín, að ólafur sé sá bezti, sem völ er á. ólafur er á engan hátt tengdur
núverandi stjórn, en þar með er ekki hægt að segja, að honum sé alveg ókunnugt
um það embætti, sem hann stefnir að. ólafur er einbeittur ungur maður, sem
stefnir að því að vekja upp af dvala hið gamla góða félagslíf V. I. og hefja það á
ný upp á tind glæsileika og frægðar, svo ennþá einu sinni verði hægt að segja, að
V.I. státi af bezta og skemmtilegasta félagslífi allra íslenzkra skóla.
Samt hefur maður heyrt leppi núverandi stjórnar fleygja því óspart, að "óli" hafi
ekki tíma til að sinna hinu veigamikla embætti forseta N. F. V. I., af því að hann
sé landsliðsmaður í handbolta. Þetta er hreinasta fjarstæða og kerlingamúður, - -
og ef einhver trúir þessu ekki, þá get ég ekki gefið þeim aðila betra ráð, en að