Viljinn

Tillæg

Viljinn - 27.01.1969, Side 19

Viljinn - 27.01.1969, Side 19
Oddrún mín! Hvern skrambann á að þýða, að þú bjoðir þig fram til for- mennsku skemmtinefndar ? Stúlkur ættu að gæta sín á svo- leiðis hlutum. Staður konunnar er í eldhúsinu, og það veizt þú jafn vel og ég. Líttu f kring um þig, manneskja. Aður en þú veizt af, ertu komin á kaf f fenið, og þá dugir engin elsku mamma. Líttu til dæmis á, hvernig for fyrir Agrippfnu Germanikusardóttur. Hún var, auk þess að vera móðir Nerós, mikið að gutla f pólitfk. Sonur hennar sjálfur fékk Aricetus til að lemja hana til dauðs. Ekki fór betur fyrir Marfu Stúart, sem hálshöggvin var við lítinn orðstfr. Heilög Jóhanna af Örk er eitt dæmið enn. Haldir þú, að þú verðir undantekningin, sem regluna sannar, fullvissa ég þig um, að það héldu þær sig lfka vera. Kvenfólk er hreint ekki skapað til þessara geðslegheita. Langt iinnst mér um liðið, síðan ég leit þig fyrst augum. Þá varst þú hálfgerður óviti í hópi hinna busanna. Einna minnisstæðast er mér, hversu afskaplega kyssilega neðri vör þú hafðir. Ekki flögraði þá að mér, að með tfð og tíma vaknaði með þér nein köllun, merkari, en aka um f kádiljáki og belgja þig út með sætindum. Nú ert þú farin að hrópa á völd og nafnfrægð upp úr þurru! Ekki skal ég taka fram fyrir hendur þér. Minna vil ég þig hins vegar á að þetta er ekkert sældarbrauð, sem þú sækist nú eftir að festa tennur á. Flestir hafa beir formenn, sem ég hef

x

Viljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Viljinn
https://timarit.is/publication/2066

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.