Viljinn - 27.01.1969, Qupperneq 20
þekkt til, orðið þeirri stund fegnastir, er skildi með þeim
og skemmtinefnd.
Vel er mér ljóst, að eigi veröldin að hanga á göflunum,
þarf allra vega fólk til. Hefði ekki Xanþippa hrakið eigin-
mann sinn, sköllótta steinsmiðinn, út á rykug Aþenustræti,
ætti heimurinn engan Sókrates. Og hefði ekki ófelía ráfað
örvita um konungshöllina í Helsingór, væri veröldin eintölum
Hamlets fátækari. En það skaltu athuga, að þú ert hvorki
kvendjöfull nó fígúruverk. Þór verður aldrei skipað með
örlaganornum eða vófróttum. Þrátt fyrir, að embættið
þarfnast þfn, ert þú því engu bundin. Hvorki þarftu að nota
það sem plástur á vanmáttarduld nó stall undir falinn hæfi-
leikaskort. Þú ert góð stúlka, Oddrún. A þessu sviði hef-
ur þú hæfileika eins og svo mörgum öðrum. Aðrir geta
hagnast á að reyna sig við léttvægt fólagsstarf á borð við
þetta. Þú ættir að gefa þeim kost á því. Sjálf þarfnastu
þess ekki.
Þegar óg horfi á þig eltast við einskis nýta nafnbót, finnst
mór leitt að geta ekki varað þig við. Orðin, sem óg hef
yfir að ráða, skilur þú ekki og tekur ekki mark á þeim
heldur. Eftir að þú hefur starfað árið, munt þú ef til vill
átta þig á, hvað óg er að tala um. Ég hef lengst af borið
vissan hlýhug í brjósti til þín. Ekki sver óg fyrir, að
nokkur augnablik í hitteðfyrravetur hafi óg verið ögn skotinn
í þér. Mig langar til að biðja þig að hugsa þig um tvisvar.
20