Viljinn

Ilassut

Viljinn - 27.01.1969, Qupperneq 33

Viljinn - 27.01.1969, Qupperneq 33
Avarp til verzlunarskölanema. Starfsemi Málfundafélags Verzlunarskóla Islands á við ramman reip að draga. Það er alkunna, að áhugi og þátttaka í félagslífinu almennt hefur dregist mjög saman að undanförnu. Hefur þessi deyfð einkum bitnað á málfundahaldi og útgáfu Viljans. Eng- um blöðum er um það að fletta, að þessir tveir þættir félagslífsins eru burðarásar þess. Af þeim sökum beinist áhugi kjósenda einkum að vali formanns Málfundafélagsins og ritstjóra Viljans í þeim kosningum, sem nu eru fram- undan. Þrátt fyrir vel heppnað afmælishóf að Hótel Sögu, verður því ekki haldið fram með réttu, að sá glæsibragur hvíli yfir 60 ára afmæli Málfundafélagsins, sem menn höfðu vænst. Þeirri staðhæfingu til stuðnings viidum við benda á meðal- fundarsóknina. Hún hefur dregist saman um rúm 30% frá árinu áður, sem þó var ekkert metár. Fundarsóknin segir að vísu ekki nema hálfan sannleikann, en umræðurnar sjálf- ar hafa verið f hlutfalli við aðra hnignun. Það er því augljóst, að hleypa verður nýju blóði f starf- semina, annars er viðbúið, að glæsilegasta málfundafélag sinnar tegundar til skamms tfma deyji drottni sínum. Væri 33 þar vissulega skarð fyrir skildi.

x

Viljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Viljinn
https://timarit.is/publication/2066

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.