Viljinn

Supplements

Viljinn - 27.01.1969, Page 56

Viljinn - 27.01.1969, Page 56
Avarp til nemenda V.í. Þar sem til vandræða horfir f málefnum Viljans, sé ég mig nú tilneydda til að ganga fram fyrir skjöldu kvenna innan V.I. og gefa kost á mér til ritstjóraembættis. Okkur blöskrar það öllum, hversu virðing nemenda fer þverrandi á þessu sameiginlega afkvæmi þeirra, og allir vilja fá því til betri vegar snúið. Andleysi ritstjéra undanfarinna ára hefur verið einkennandi fyrir Viljann, blaðið, sem á að endurspegla andleg heimkynni nemenda. Skömm er að þeim émyndarskap, að blaðið skuli ekki koma út reglulega, eftir að nemendur hafa fengið blaðinu stérfé til umráða. Ég hef ýmislegt á prjónunum f sambandi við Viljann, ef ég nækjöri, og mun að sjálfsögðu gera ykkur grein fyrir því á kosninga- fundinum, en þvf til viðbotar væri einnig hagur í þvf að fá éskir nemenda í þessu máli fram á fundinum. Ég ætla ekki að auka útgáfukostnað þessa tbl. með gengdarlausum loforð- um og kosningaþrasi að hætti annarra, en lofa þé, að ég mun aldrei bregðast því trausti, sem mér yrði sýnt með sigri. Ingibjörg Sigurðardéttir. 56

x

Viljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Viljinn
https://timarit.is/publication/2066

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.