Viljinn

Supplements

Viljinn - 27.01.1969, Síða 58

Viljinn - 27.01.1969, Síða 58
Nú, á þessum sfðustu og verstu tfmum eymdar og ömurleika, geysist hér fram á sjénvarsviðið kvenskörungur einn, sem er þess albúinn að þrífa málgagn vort undan fétum Þorsteins Haraldssonar í sínar hendur og marka þannig f framtíðinni áfram hressileg spor Sigrúnar Valbergsdóttur. Loksins virðist kvenþjóðinni innan V. I. vera nóg boðið málum Viljans, og er það vel. Við viljum fá blað, sem við getum með sanni sagt, að við skömmumst okkar ekki fyrir. En því miður hefur oft farið svo, er utanskólamanni er sýnt málgagnið, að maður kemst í slæmt skap, þó að maður eigi ekki vanda til þess. Við viljum geta státað af góðu blaði, og gefst okkur gott tækifæri til þess arna, þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir býður sig fram til forystu. Viljinn hefur, ár frá ári, orðið lélegri og lélegri, síðan Sigrún Valbergsdóttir lét af embætti, og var hann þó ekki gallalaus þá fremur en önnur blöð. Okkur ber skylda til að reyna kvenþjóðina nú. Hér þarf að hreinsa til, hleypa blóði f sjúklinginn. Notið atkvæði ykkar, góðir skólafélagar, til styrktar heilbrigðri starfsemi Ingibjargar Sigurðardóttur, og stuðlið þannig að því, að málgagnið verði, eftir nokkurra ára hlé, sannkallað málgagn nemenda V.f. , en ekki áframhaldandi framfærispappír misheppnaðra leirbera og salernis-skálda. Kjósum öll Ingibjörgu Sigurðardóttur. Ragnar H. Hall V-B.

x

Viljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Viljinn
https://timarit.is/publication/2066

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.