Víðsjá - des. 1946, Blaðsíða 8
6
ISLENDINGAR BEIZLA ATÓMORKUNA
af dýrmætum gjaldeyri. Boranir
eftir heitu vatni halda áfram
bæði við Reyki og Reykjahlíð í
Mosfellssveit í því skyni að
fullnægja vaxandi hitavatns-
þörf hins hraðvaxandi höfuð-
staðar.
Yngsti bær landsins, Ólafs-
fjörður, státar einnig með hita-
veitu, frá laug nálægt bænum,
sem gefur 15 sekúndulítra af 50
stiga heitu vatni. Og nú er í
ráði að leiða hitaveitu um
stærsta sveitaþorp landsins,
Selfoss. Hafa verið boraðar allt
að 770 m. djúpar holur hjá
Laugardælum og er þar nú dælt
upp rúmum 20 sekúndulítrum
af 65 stiga heitu vatni.
Eins og áður var getið hefur
fram á síðustu ár nytjun jarð-
hitans mestmegnis verið til
upphitunar og aðallega hefur
verið notað rennandi hvera- og
laugavatn. Nú binda menn
mestar vonir við notkun hvera-
gufu til raforkuvinnslu. Nú er
borað um allt eftir hveragufu.
Það er Rafmagnseftirlit ríkis-
ins, sem stendur fyrir þess-
um borunum, í samvinnu við
Rannsóknarráð. Orkumesta
holan sem hingað til hefur ver-
ið boruð er sú, sem nú knýr
túrbínuna í Reykjakoti.
Er talið, að stofnkostnaður
við hveraaflstöðvar verði mun
minni en við vatnstöðvar.
VÍÐSJÁ
Það eru ítalir, sem hafa haft
forgöngu um byggingu slíkra
rafstöðva. Þar í landi er gufu-
hverasvæði allmikið á suður-
mörkum Pisafylkis í Toskana.
Gufuhverirnir á þessu svæði
kallast Soffioni boraciferi, sakir
þess hve auðugir þeir eru af bór-
sýru. Maður, sem hét Francesco
de Larderel, byrjaði 1818 bór-
vinnslu úr þessum hverum og
notaði hverahitann til að eima
bórsýruna úr vatninu. Er það
fyrsta notkun hverahita til iðn-
aðar þarlendis. í byrjun 20. ald-
arinnar tók þáverandi fram-
kvæmdarstjóri Larderello-efna-
vinnslunnar, Piero Cinori Conti,
að notfæra gufuna til hreyfi-
orku. 1904 gerði hann tilraun
til að knýja nokkurra hestafla
vél með hveragufu. Þetta reynd-
ist svo vel, að árið eftir setti
hann upp 20 hestafla hvera-
gufutúrbínu, sem sá efnaverk-
smiðjunni fyrir rafljósum. Síð-
an hefur hveravirkjunin á Soff-
ionisvæðinu stóraukist, og nú
munu 60—70 þúsund kw virkj-
uð. Hefur í sambandi við þetta
risið upp margvíslegur iðnaður
í nærbyggðunum.
Á gufuhverasvæði í Sonoma
Valley í Kaliforníu voru borað-
ar nokkrar holur eftir gufu árið
1924. Þar hefur 15 hestafla
gufuvél, sem raflýsir heilsu-
hæli, verið knúð með hveragufu