Víðsjá - dec. 1946, Side 9

Víðsjá - dec. 1946, Side 9
ÍSLENDINGAR BEIZLA ATÓMORKUNA 7 í rúm 20 ár, en annað hefur hverahitinn á þessu svæði ekki verið notaður. Hér á landi mun Gísli Hall- dórsson verkfræðingur fyrstur manna hafa gert tilraun með hveragufutúrbínu, en það var í mjög smáum stíl. Með hitaveitu Reykjavíkur og með þeim miklu borunum eftir heitu vatni og gufu, sem nú eru framkvæmdar, hafa ís- lendingar gerst forgönguþjóð um nýtingu jarðhita. Og hvað- an kemur svo þessi jarðhiti, sem landið okkar er svo auðugt af? Þessa spurningu hafa jarð- fræðingar lengi glímt við. Lengi ríkti sú skoðun, að eld- gos og hverastarfsemi ættu rót sína að rekja til innstu iðra jarðarinnar og að sá ódæma hiti, er þar ríkti, væri leifar frá þeim tíma er öll jörðin var gló- andi hnöttur. Síðar fundu menn út, að hversu heit sem jörðin hefði verið í upphafi, ætti hin fasta skorpa hennar eigin- lega að vera orðin miklu þykkri en hún raunverulega er vegna útgeislana frá yfirborði hennar. En um síðustu aldamót upp- götvuðu eðlisfræðingar, að jörð- in á hitagjafa, sem getur haldið hita hennar við og jafnvel auk- ið hann. Þessi hitagjafi eru hin sjálfkleyfu (radíóaktívu) efni. Til þess að bæta upp kólnunina vegna útgeislunar þarf ekki nema að meðaltali 30 grömm af radíum í hvern miljarð tonna af jarðarmassanum, en í bergteg- undum á yfirborði jarðar er að meðaltali 50 sinnum meira af radíum. Þetta bendir til, að sjálfkleyfu efnin séu aðallega í og næst undir hinni föstu jarð- skorpu. Flestir jarðfræðingar munu nú á eitt. sáttir um, að það séu hin sjálfkleyfu efni í ytri lögum jarðarinnar sem séu hin eigin- lega orsök eldgosa og jarðhita. Með því að gerast forgöngu- þjóð um nýtingu hveravatns og gufu höfum við því um leið gerst forgönguþjóð um nýtingu atómuorkunnar til friðsamlegra þarfa. Meðan atómusprengjan varpar óheillavænlegum skugga yfir friðarráðstefnur og fundi hinna „fjögurra stóru“ sitjum við hér í höfuðborg okkar ísa- lands og látum atómuorkuna ylja okkur. Betur að sú óþrjótandi orka, sem vísindamennirnir nú hafa leyst úr læðingi, yrði alarei ver notuð. ★ vIðsjá

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.