Víðsjá - Dec 1946, Page 15

Víðsjá - Dec 1946, Page 15
NORÐURLÖND 13 kynbætur á útsæði er uppskeran í meðalári þó meiri en í flest- um öðrum löndum, þar sem gróðrarmoldin er þó kostbetri og loftslagið langtum hagstæð- ara. Á öllum Norðurlöndum er kvikfjárbúskapur þó mikilvæg- ari en kornræktin og gefur mjög góðan árangur vegna þess að hann er rekinn á hagstæðan hátt. Af áðurnefndum ástæðum er aðeins lítill hluti af löndum Fennoskandíu lagður undir plóg: í Svíþjóð aðeins 8% af flatarmáli landsins, í Finnlandi 6%, Noregi aðeins 3%, en aft- ur á móti 64% í Danmörku. Á íslandi og í Færeyjum er þessi tala hverfandi smá. Frá því um miðja 19. öld hefur skógurinn verið mikil- vægari í utanríkisverzlun Svía og Finna en nokkur önnur nátt- úruauðæfi þessara landa. í Noregi hefur hann verið mikils virði frá öndverðri 16. öld. Áður en uppfinningar þær, sem byltingu ollu á 19. öldinni í málmsmíði, komu til sögunn- Magn. millj. kw Noregur 7 Svíþjóð 3,7 Finnland 1,3 ar, var skógurinn geysimikils virði við járnbræðslu, einkum í Svíþjóð en einnig í Noregi. í Noregi var hann engu síður nauðsynlegur við koparfram- leiðslu. Kunnugt er, hversu auð- ug Svíþjóð er af járnmiklu málmgrýti, einkum í Lapplandi. Uppgötvun Skelleftenámanna nokkru eftir 1920 bætti Svíum í bú allmiklu af sulfidmálmum, þótt ekki jafnist þeir að magni á við kísilnámur Noregs. Finn- land hefur eignazt verðmæta kísilnámu í Outokumpu. í Dan- mörku, Færeyjum og á íslandi eru hins vegar engir málmar í jörðu svo nokkru nemi. Öll Norðurlöndin skortir því miður kol og olíu. Þó eiga Norð- menn allmikið magn af stein- kolum á Svalbarða, en erfitt er að nýta þau sökum þess, hve norðarlega námurnar eru, á 78. gráðu norðlægrar breiddar. Aft- ur á móti er vatnsafl mikið í Fennoskandíu og á íslandi, eins og sjá má af þessum tölum: Þar af framleitt um 1936. Samtals Á hvern íbúa millj. kwh kwh 8,1 2650 7,4 1070 2,3 590 Til samanburðar má nefna, að um 1936 var framleiðslan í Sviss 4,3 millj. kWh. í Banda- ríkjunum 134 og í Kanada 24. VIÐSJA

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.