Víðsjá - des. 1946, Blaðsíða 16

Víðsjá - des. 1946, Blaðsíða 16
NORÐURLÖND 14 Þá kom á hvern íbúa í Sviss 903 kWh, í Bandaríkjunum 890 og í Kanada 1915. Hvergi er nándar nærri eins mikið raf- magn framleitt með vatnsafli á íbúa hvern og í Noregi. — í Danmörku er mjög lítið vatnsafl, en mikið á íslandi (að minnsta kosti um 2 millj. kW) og meira þar á nef hvert en í Noregi og þar með mest í öll- um menningarlöndum heims. Á íslandi bætast þar að auki hver- irnir og heitu laugarnar við, og þær, sem næstar eru Reykja- vík, eru nú notaðar til þess að hita upp borgina. Mestu auðæfi Norðurlanda eru þó fólkið, sem þar býr. Fólkið er hraust, frá fornu fari vant við að neita sér um margt, vant erfiðri vinnu og persónu- legri ábyrgðartilfinningu. En fjölmennar eru þessar þjóðir ekki. Árið 1939 voru íbúar Norð- urlanda samtals 16,9 milljónir að tölu, þar af 6,3 í Svíþjóð, 3,7 í Finnlandi, 3,9 í Danmörku, 2,9 í Noregi, 0,12 á íslandi og 0,026 í Færeyjum. í Danmörku búa að meðaltali 88 menn á hverjum ferkm. lands, í Sví- þjóð 14, í Finnlandi 10, Noregi 9 og á íslandi 1,2. í Svíþjóð, Noregi og jafnvel í Danmörku eru þjóðirnar af sama kynþætti. Nær því 100% hafa tungu landsins að móður- máli. Lappar eða Samir í Sví- þjóð og Noregi eru aðeins 0,1% og 0,6%, Finnar í þessum lönd- um 0,6% og 0,3. Hvorugt þjóð- arbrotið veldur nokkru þjóðern- isvandamáli. Á Islandi mun vera um talsverða keltneska blöndun að ræða. Að því er til málsins tekur hefur þetta land algera sérstöðu, þar sem ritmálið var þar fest þegar á 13. og 14. öld, og hefur ekki breytzt síðan að neinu ráði. Öll eru norrænu mál- in nátengd. Á Skandinaviska skaganum og í Danmörku eru þau mállýzkur einnar og sömu tungu. Hver þjóðin um sig skil- ur mál hinna. Sama er um Is- lendinga og Færeyinga að segja. — í Finnlandi bjuggu Skandi- navar fyrir, er Finnarnir flutt- ust þangað með sitt ugriska mál í byrjun tímatals vors. Sænski þjóðernisminnihlutinn í Finn- landi nam árið 1939 9,6%, í borgunum um það bil 19%, í Helsingfors um 30%, og á Á- landseyjum 96%. Þessar 17 milljónir manna á Norðurlöndum, á landsvæði, sem er 1,4 millj. ferkm. að stærð, hafa frá því í heiðni unnið að því í æ ríkari mæli og á hagkvæm- ari hátt að nýta auðæfi náttúr- unnar og bæta lífskjör sín. Norðurlandabúar hafa plægt akra sína, höggvið skóg, brot- ið járngrýti úr fjöllum og sótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Víðsjá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.