Víðsjá - des. 1946, Qupperneq 17

Víðsjá - des. 1946, Qupperneq 17
NORÐURLÖND 15 fisk í sæ og vötn, þeir hafa húsað bæi sína og reist borgir og annast vélar sínar, ekki að- eins í skyldu náttúruumhverfi heldur einnig í skjóli líkrar laga- setningar, sem tryggir einstakl- ingnum frelsi og mannréttindi. Fram á miðja 19. öld var land- búnaður aðalatvinnugrein þeirra. Árið 1880 lifðu enn 70 til 75% af íbúum Svíþjóðar, Finnlands og íslands á landbún- aði, um 50% af íbúum Noregs og Danmerkur. Síðan hefur iðn- aðurinn aukizt smám saman, og sú atvinnugrein veitti 28%— 37% af íbúum Noregs, Svíþjóð- ar og Danmerkur lífsuppeldi sitt nokkru eftir 1930, en 15% á Is- landi og í Finnlandi. Á íslandi eru fiskveiðarnar miklu mikilvægari fyrir þjóð- arbúskapinn — 21% — en ann- ars staðar á Norðurlöndum og yfirleitt í nokkru öðru menn- ingarlandi. í Noregi, þar sem fiskveiðar eru mikilvæg at- vinnugrein, er hundraðstalan aðeins 7. Noregur hefur sérstöðu að því er siglingar varðar, því að Norð- menn áttu árið 1939 4,8 millj. brúttólesta, þar af mótorskip 3 millj. lesta að stærð. Þar með var Noregur f jórða þjóðin í röð- inni af siglingaþjóðum heims, aðeins Stóra-Bretland með 18 millj., Bandaríkin með 12 og Japan með 5—6 millj. voru fremri. Svíar voru hinir tíundu í röðinni með 1,6 milljón lesta skipastól. í sambandi við íbúa- tölu landsins var norski kaup- skipaflotinn langsamlega stærstur í heimi, 1,6 brúttólest á hvert mannsbarn, samsvar- andi tala fyrir Stóra-Bretland og Holland var 0,4, og í Dan- mörku 0,3. Hin gagngera breyting á f jár- hags- og félagsmálaskipun, sem iðnaðurinn hefur valdið, hefur m. a. lýst sér í því, að í stað dreifbýlis, sem áður var algeng- ast á Norðurlöndum, hefur fólk- ið safnast meira í borgir og þéttbýl héruð. Um 1880 bjuggu aðeins 10% af íbúum íslands og Finnlands í kauptúnum og borgum, í Svíþjóð, Noregi og Danmörk 15—20%. Samsvar- andi tölur um 1930 voru í Sví- þjóð, Noregi og á íslandi um 50%, í Danmörk 60%, en í Finnlandi, þar sem landbúnaður er enn aðalatvinnugreinin, að- eins 30%. Sambýlið við náttúruna og hin ríka einstaklingshyggja með virðingu hennar fyrir gildi ein- staklingsins og rétti hans, standa enn bjargföstum rótum sem áður, er hver f jölskylda var sjálfri sér næg, jafnvel um neyzluvörur allar. Skógar lykja um menningarbyggðirnar í Sví- V í £3 s j Á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Víðsjá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.