Víðsjá - des. 1946, Page 19

Víðsjá - des. 1946, Page 19
HELGE MALMBERG: Die lustige Witwe — glaða ekkjan. Það er eitthvað tákn- rænt við heitið. Hún er síðasti glæsilegi fulltrúi þeirra gömlu, góðu og glaðsinna tíma, þegar óperettan var sönn óperetta. Og hún er ekkja eftir þann gull- aldartíma Vínaróperettunnar, sem hvarf í gröfina með Jó- hanni Strauss. Hún syngur og dansar, leikur gamanleik og jafnvel skopleik eftir því sem á stendur, en henni kemur aldrei til hugar að hætta sér út á kviksyndi óperettu-harmleiks- ins. Hún er skapstór og ör, en reynir aldrei að koma áheyr- endum til að tárast. Þess vegna er hún alltaf jafnung og yndis- leg, og við erum allir jafnást- fangnir af henni nú og þennan minnisstæða 30. desember 1905, þegar hún kom í fyrsta skiptið fram á sviðið í Theater an der Wien. Nú hefði mátt ætla að svona töfrandi konu hefði verið tekið með kostum og kynjum — en það var nú eitthvað annað. Þeg- ar höfundurinn, sem vænti sér mikils af þessari dóttur sinni, lék þætti úr óperettunni fyrir leikhússtjórana, Karczag og Wallner, var annað uppi á ten- ingnum. „Þeir tóku mér hreint ekki vel,“ sagði Lehár. „Þetta er ekki músik,“ hrópuðu þeir og vildu ekkert sinna þessu. Og ég sat þarna í öngum mínum og velti því fyrir mér, hvort þeir hefðu á réttu að standa og ég væri bara leirskáld." En leikhússtjórarnir urðu að sætta sig við orðinn hlut, því að þeir voru nefnilega búnir að undirrita samning við Lehár um sýningu. Auðvitað varð ekki komist hjá því, að leikhúsið yrði sér til skammar að bjóða fólki þetta samsull — það var bara um að gera að tapa sem minnstu. Engu mátti kosta til neins, gömul leiktjöld og bún- ingar voru leitaðir uppi í göml- um geymslum, æfingamar fóru fram að nóttunni, til þess að þær tækju ekki húsnæði frá æf- ingunum að næstu óperettu, sem VÍÐSJÁ 3

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.