Víðsjá - dec 1946, Qupperneq 20
18
EKKJAN FERTUG
átti að koma á sviðið, þegar
þessi ægilega ekkja gæfi upp
andann eftir tvær sýningar.
Það var fyrst daginn fyrir
frumsýninguna, að Lehár, sem
jafnframt var hljómsveitar-
stjóri, fékk að æfa hljómsveit-
ina í fyrsta og síðasta skiptið,
áður en sýningin hófst, og
klukkan eitt um nóttina var
lokaæfingin, og svipurinn á
henni eins og við jarðarför.
Meira að segja að Mizzi (Giint-
her-Hann) og Danilo (Louis
Treumann), sem höfðu frá upp-
hafi verið sannfærð um sigur
og lagt mikið að sér, þeim lá
við að gugna.
Svo leið að kvöldi þessa fræga
30. desember, og það varð sann-
arlega engin jarðarför. Ónei,
gamla, æruverðuga Theater an
der Wien hristist af lófataki og
fagnaðarópum áheyrenda. End-
urtaka varð hvert lagið af öðru,
og þegar járntjaldið var að lok-
um dregið fyrir, urðu aðalleik-
ararnir, tónskáldið og höfund-
arnir að koma hvað eftir ann-
að út um litlu dyrnar og hneigja
sig fyrir áhorfendum. Meira að
segja höfðingjarnir tveir, sem
höfðu sagt, að þetta væri ekki
músik, þóttust nú ekki ofgóðir
til þess að koma í sjónmál og
láta klappa fyrir sér.
Síðan hefur ekkjan farið sig-
urför um heiminn, og hún er
enn jafn ung og yndisleg og í
fyrsta skiptið sem hún dansaði
fram á sviðið í Theater an der
Wien.
★
Einu sinni í fyrravetur sagði
dr. Sigurður Þórarinsson í út-
varpserindi frá merkilegu eld-
fjalli í Mexíkó, sem Paracutin
heitir, en sá gígur kom upp á
akri bónda nokkurs og stækk-
aði óðum. Lögum samkvæmt er
bóndinn skyldur að bæta allt
það tjón, sem af eldgígnum
kann að hljótast, því að gígur-
inn er auðvitað eign hans, og
þegar öllum og öllu á 80 km.
vÍösjá
svæði umhverfis stafaði hætta
af Paracutin, reyndi vesalings
bóndinn að selja þessa skaðræð-
iseign Ripley hinum ameríska.
(„Þú ræður hvort þú trúir
því“). Ripley hugsaði málið, en
hætti ekki á að gera kaupin.
Bóndinn axlaði þá sín skinn,
skrapp til Kaliforníu og tínir
appelsínur, en telur sig öruggan
þar í landi fyrir öllum skaða-
bótakröfum að heiman.