Víðsjá - Dec 1946, Page 26

Víðsjá - Dec 1946, Page 26
24 BJÁLKINN t ATJGA ÞlNU Eitt er enn. Ef við kref jumst yfirráða á Kyrrahafseyjunum með þeim forsendum, að við tók- um þær herskildi og þurfum á þeim að halda til öryggis heima- landsins, þá getum við eins kraf- izt yfirráða í löndum, sem við hernámum annars staðar, eða löndum, þar sem við þörfnumst herstöðva og orðið gætu okkur jafnvel enn nytsamari. Hversu langt — kunna aðrar þjóðir að spyrja — ætla Bandaríkin að ganga í þessu herstöðvamáli? Við erum að semja um að koma íslandi inn í Bandalag samein- uðu þjóðanna, svo fremi að ís- land láti okkur í té herstöðvar — þar er eitt atkvæði enn. Ástralíumenn og Nýsjálending- ar hafa áhyggjur útaf herstöðv- um í þeim hluta heimsins, og hvað á að verða um allar flug- stöðvarnar yfir þvera Afríku? Til hvers eru allar þessar her- stöðvar? Auðvitað vitum við Bandaríkjamenn, að þær eru ekki ætlaðar til árásarnota, en hvernig eiga Rússar að vita það? Ég veit, að hundurinn mun ekki bíta mig, en veit hund- urinn það? Og hvað á að segja um kjarn- orkusprengjuna? Bandalag sam- einuðu þjóðanna var ekki nógu öflugt til þess að tryggja mönn- um öryggi áður en sprengjan kom til sögunnar, og því síður að það geti leyst úr þessu erfiða vandamáli, sem þar með hefur bætzt ofan á annað. Þetta var viðurkennt í ABC-yfirlýsing- unni, sem Truman forseti og forsætisráðherrarnir Attlee og King gáfu út, þar sem þeir buð- ust til þess að afhenda Banda- lagi sameinuðu þjóðanna leynd- armál sprengjunnar, svo fram- arlega að nógu tryggilega yrði um búið. Væntanlega er með því átt við það, að öryggiskerfi sam- einuðu þjóðanna yrði eflt svo um munaði, en hvergi sást vott- ur þess, að Bandaríkin, sem höfðu gert Bandalag sameinuðu þjóðanna veikburða, væru nú albúin þess að styrkja það. Meðan menn voru að furða sig á þessu og velta því fyrir sér, hvort Bandaríkin ætluðu að stinga við fótum, birti kjam- orkunefnd utanríkisráðherrans álitsgerð, þar sem Bandalag sameinuðu þjóðanna er að engu haft varðandi öryggismál. Sá, er á svo hræðilegt leynd- armál í fórum sínum, hlýtur að verða tortryggður af nágrönn- um sínum, og hvað munu því nágrannar okkar hafa hugsað um þessa álitsgerð? Þeir mundu líklega segja, að í henni felist nýjar tillögur og sennilega gerð- ar í góðri meiningu, þeir verða væntanlega ofurlítið vantrúaðir á möguleika þess, að Bandalag VIÐSJA

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.