Víðsjá - des. 1946, Page 29
BJÁLKINN I AUOA ÞlNU
að sú stefna bjóði upp á viðun-
andi öryggi og hæfilega sann-
girni í garð Rússa, og því aðeins
að hegðun okkar sé á þann veg,
að Rússar hefðu nokkra ástæðu
til að treysta okkur eða Banda-
lagi sameinuðu þjóðanna.
Það er tilgangslaust að
spyrja, hvað Rússar ætli að
gera — það er allt undir því
komið hvað við gerum. Spurn-
ingin, sem bíður andsvars okk-
ar, er ekki Rússland, heldur við
sjálfir. Ef við viljum hefja á-
byrga forustu, stefnu, er sýni
svo ekki verði um villzt, að við
ætlum að veita Bandalagi sam-
einuðu þjóðanna þann styrk,
sem það verður að fá, eigi það
að ná tilgangi sínum, þá getum
við fengið flestar þjóðir jarðar
í fylgd með okkur. Og ef við
sýnum fram á, að Bandalagi
sameinuðu þjóðanna verði ekki
beitt af ósanngirni gegn Rúss-
um, þá er lítill vafi, að Rússar
muni halda áfram að styðja það.
Það yrði mjög örðugt fyrir þá
að ganga úr Bandalaginu, ef
mestur hluti heimsins veitti
okkur að málum. Við höfum
þetta fram yfir Ráðstjórnarrík-
in, að þau þarínast öryggis öllu
öðru fremur, þau eiga ekki eins
mörg stuðningsríki og við, og
þau vita mætavel af þessum
staðreyndum. Þau hefðu ekki
ráð á því, að vera utangarðs.
Ef þau færu úr Bandalaginu,
27
mundi allur heimurinn standa
sameinaður gegn þeim, það er
að segja, ef Bandaríkin gera
Bandalag sameinuðu þjóðanna
að raunhæfri tryggingu fyrir
friði. Ef við gerum það ekki, ef
sérhver þjóð verður að treysta
á eigin mátt og megin, þá munu
sumar þeirra hallast að Rúss-
um.
Vandamálið er ekki Ráð-
stjórnarríkin, vandamálið: það
erum við. Hvað sem Rússar nú
ætlast fyrir eða vilja ekki, þá
verður ekkert unnt að aðhafast
fyrr en Bandaríkjaþjóðin hefur
ráðið það við sig að taka upp
ákveðna og sjálfri sér sam-
kvæma stefnu, sem hún er fús
að styðja, hvað sem það kost-
ar. Það eru Bandaríkin, sem
standa nú í vegi fyrir mark-
vissri sókn að raunhæfu öryggi.
Það er okkar vandamál, rúss-
neska vandamálið kemur síðar
á dagskrá. Veröldin er herpt í
vítahring, og það er gagnslaust
að rífast um það, hverjum sé
um að kenna eða hver hafi byrj-
að, einhver verður að rjúfa
hringinn. Ábyrgð þess að taka
fyrstu skrefin í þá átt hvílir á
okkar herðum. Bandaríkin eru
voldugasta og áhrifamesta ríki
heims í svipinn, Bandalag sam-
einuðu þjóðanna getur ekki orð-
ið öflugra en það er án okkar
tilstyrktar, og sprengjuna eig-
um við.
VIÐSJA