Víðsjá - Dec 1946, Page 30

Víðsjá - Dec 1946, Page 30
ÆÐRI STJÚRNMÁL. Sænskur blaðamaður segir frá: Öll höfum við víst velt því fyrir okkur, hvern þremilinn sé átt við með svo kallaðri „diplo- matiskri" starfsemi. Hvað er það eiginlega og hvernig er það? Hvað er að gerast, þegar fréttir frá þessari höfuðborginni eða hinni segja að nú séu horf- ur á því, að sendimenn þessara og þessara ríkja verði önnum kafnir, eða hreint og beint, að allt sé á ferð og flugi í þeim her- búðum. Á maður að skilja það svo, að herramenn í röndóttum buxum og svörtum frökkum séu á harðahlaupum um marmara- göng? Eru símasendlar á spani inn og út um dyrnar á sendi- ráðsskrifstofum, þar sem dul- málsvélarnar suða og suða án afláts? Ég hef stundum velt þessu fyrir mér, og sjálfsagt hafa aðr- ir gert það líka. En nú hef ég loksins sjálfur séð þátt í „diplo- matiskri“ starfsemi, og það var engu þessu líkt. Hvað sagði ég annars — „diplomatisk" starf- semi? Reyndar var það geysi- mikilvæg ríkisstjórnarathöfn, sem ég varð af tilviljun eini sjónarvotturinn að, og nú skal ég leysa frá skjóðunni. Ekkert gat verið eyðilegra en bráðabirgða skrifstofuherbergin í bráðabirgða húsakynnum Bandalags sameinuðu þjóðanna þennan steikjandi heita laugar- dag í ágúst. Ég labbaði mig inn í ganginn, þar sem aðalritari Bandalagsins og nánustu að- stoðarmenn hans eiga húsum að ráða. Alls staðar manntómt. Það var engu meira lífsmark í gang- inum, þar sem aðstoðaraðalrit- arinn í málum, sem varða ör- yggisráðið, Arkadi Sobolev, hafði sína skrifstofu. Að minnsta kosti virtist mér svo fyrst í stað, en þá kom ég auga á allra snotrustu skrifstofu- stúlku, sem sat við borð í einu herberginu með símatólið í hendinni. Það var líka gestur hjá henni. Prúðbúinn, gráhærður heiðurs- maður, sem reykti hvern vindl- inginn af öðrum á meðan unga stúlkan hringdi í sífellu í núm- er, sem alltaf var á tali. Hún vícs JÁ

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.