Víðsjá - dec. 1946, Side 31
ÆÐRI STJÚRNMÁL
29
benti mér að fá mér sæti og
bíða. Svo hringdi hún í annað
númer og þar var svarað, en sá,
sem svaraði, var ungur maður,
sem auðheyrt var að vildi fá
hana út með sér um kvöldið.
Hún roðnaði og sagði heldur
fljótmælt, að hún skyldi hringja
til hans seinna, en ef herra N.
N. væri ekki við, þá vildi hún
gjarna fá að vita, hvar herra
N. N. væri.
Það var númerið, sem alltaf
var á tali, sem hún fékk, og svei
mér sem hún gat stillt sig um
að blóta svolítið í hálfum hljóð-
um, þótt við værum þarna tveir
að hlusta á hana. En þolinmæðin
þrautir vinnur allar og loksins
náði hún sambandi við þetta sí-
talandi númer.
— Herra Protitch? sagði hún.
Nei, ekki frú Protitch. Est-ce
que monsieur Protitch est lá?
Jú, hann var við, og eftir
langa mæðu kom hann í sím-
ann í sumarbústaðnum sínum.
Monsieur, eða réttara sagt, dr.
Protitch, er Júgóslavi og for-
stjóri almennu skrifstofunnar í
þeirri deild skrifstofu Banda-
lags sameinuðu þjóðanna, sem
fer með mál, er varða öryggis-
ráðið. Hún hringdi til hans, af
því að henni hafði ekki tekizt
að ná í dr. Ping-chia Kuo frá
Kína, sem er yfirmaður þess-
arar deildar. Ástæðan til þess,
að hún hafði hringt til dr. Ping-
chia Kuo var sú, að henni hafði
ekki tekizt að ná sambandi við
herra Sobolev aðstoðaraðalrit-
ara Bandalagsins, en hann
gegndi störfum fyrir Tryggve
Lie á meðan sá góði maður var
í Evrópu.
— Herra Protitch, sagði unga
stúlkan, afsakið að ég geri yð-
ur ónæði. En íslenzki sendiherr-
ann er hérna með umsókn ís-
lands um upptöku í Bandalag
sameinuðu þjóðanna, og ég hef
ekki getað náð í herra Sobolev.
Sendiherrann er hérna, viljið
þér gera svo vel að tala við
hann?
Jú, það vildi herra Sobolev.
Prúðbúni, gráhærði heiðursmað-
urinn með upphafsstafina T. T.
saumaða á silkiskyrtuna, slökkti
í vindlingnum sínum, tók heyrn-
artólið og þarna í kytrunni litlu
stúlkunnar í eyðitóma húsinu í
Bronx kynnti hann sig sem
Thór Thórs, sendiherra lýðveld-
isins íslands, envoyé extraor-
dinaire og ministre plénipoten-
tiaire í Washington. Hann fór
þess á leit, að mega lesa upp
erindi það, sem hann hafði sam-
ið að fyrirmælum stjórnar sinn-
ar og komið með til New York.
Efni þess var beiðni um að ís-
land yrði tekið í Bandalag sam-
einuðu þjóðanna og yfirlýsing,
að ísland væri þess reiðubúið að
VIÐSJA