Víðsjá - Dec 1946, Blaðsíða 33
Réttarhöldunum í Niirnberg lauk í október, og þá voru liðn-
ir tíu mánuðir frá því að þau hófust. Réttarskjölin verða
gefin út á næstunni, í mörgum bindum, en nokkur hin merK-
ustu þeirra hafa þegar verið birt í blöðum og bókum víða um
heim, meðal þeirra þrjár ræður Hitlers, sem ekki höfðu kom-
ið fyrir almennings sjónir fyrr en í Núrnberg. Þar var oftar í
þær vitnað en nokkur önnur réttarskjöl, og þær voru helzta
sönnunargagnið fyrir þeirri ákæru saksóknaranna, að Hitler
og hershöfðingjar hans hefðu gerzt sekir um „brot gegn frið-
inum.“ Hér fer á eftir ágrip einnar ræðunnar, stytt úr bók-
inni Maskerne falder í Nurnberg eftir dönsku blaðamenn-
ina Helge Knudsen og Henrik V. Ringsted.
Mjög leynilegt.
Sendist aðeins með liðsfor-
ingja.
Fundargerð 23. maí 1939.
Staður: Vinnustofa Foringj-
ans.
Aðstoðarforingi: Ofursti (í
herforingjaráðinu) Schmundt.
Fundarmenn: Foringinn, Gör-
ing marskálkur, stóraðmíráll
Raeder, von Brauchitsch
hershöfðingi, Keitel hershöfð-
ingi, Milch hershöfðingi, Halder
hershöfðingi, Bodenschatz hers-
höfðingi, Schniewindt aðmíráll,
Jeschonnek ofursti, Warlimont
ofursti, Engel höfuðsmaður, Al-
brecht korvettuskipherra, von
Below höfuðsmaður.
Umræðuefni: Greinargerð um
stjórnmálaástandið og markmið
í framtíðinni.
Foringinn lýsti tilgangi fund-
arins á þessa leið:
1. Gera sér grein fyrir á-
standi og horfum.
2. Hvert verður hlutverk
þýzka hersins?
3. Hverjar verða afleiðing-
arnar af þeim störfum?
4. Brýn nauðsyn að halda
leyndum þeim ákvörðunum og
starfi, sem leiðir af 3.
vlos já