Víðsjá - dec 1946, Blaðsíða 40
38
SAMSÆRIÐ GEGN FRIÐINUM
skálks ákveður Foringinn, að
a. hinar ýmsu deildir hers-
ins skuli ráða um nauðsynlegar
byggingaáætlanir,
b. skipasmíðaáætlunin breyt-
ist ekki,
c. herbúnaðaráætlunin skal
miðuð við þarfir áranna 1943 og
1944.
Rétt ágrip vottar
Schmundt ofursti.
★
OGGI MILANO:
Hans heilagleiki páfinn mæð-
ist í mörgu, en mesta raun hans
er fjárþröngin í páfagarði.
Styrjöldin þurrkaði í botn að-
alauðlind páfastólsins, Péturs-
peningana. Þær gjafir bárust
beint til páfa frá biskupum, sem
skyldir eru að safna eigi sjaldn-
ar en einu sinni á ári. Einnig
hraut margur skildingurinn frá
pílagrímum og forvitnum ferða-
löngum, sem flykktust til Róm-
ar að sjá Péturskirkjuna.
Mestar fjárupphæðir bárust
frá kaþólsku ríkjunum, — Spáni
írlandi og Portúgal, og umfram
allt frá ítalíu sjálfri. Þar næst
komu Frakkland, Sviss, Belgía
og Holland, og fjárgjafir frá
Þýzkalandi voru ekki neitt smá-
ræði heldur, enda búa þar tutt-
ugu milljónir kaþólskra manna.
Evrópulöndin öll stóðu þó langt
að baki Bandaríkjunum, Kan-
ada og hinum strangkaþólsku
Suður-Ameríkuríkjum.
Styrjöldin teppti fjárstraum-
inn frá Evrópulöndunum, og
hann þvarr fljótlega að fullu og
öllu. Frá Spáni höfðu engar
gjafir borizt frá því að borgara-
styrjöldin hófst. Pólland, Ung-
verjaland, Austurríki og Balk-
anlöndin heltust næst úr lest-
inni, og nú þegar þýzka ríkið
er í lamasessi, líða sennilega
mörg ár, þar til sanntrúaðir
menn taka aftur að senda Pét-
urspeninga. En verra var það,
að tekjurnar frá Suður-Ame-
ríku minnkuðu smám saman á
stríðsárunum. Minnst var þó í
VÍÐSJÁ