Víðsjá - dec 1946, Qupperneq 42
GEORGE D. GARR:
^JlLrif litcmna.
Leyndardómar litanna eru þess verðir að kynnast þeim.
Fræðilega séð, eru til 10 milljónir lita-blæbrigða. Allir þessir
litir hafa meiri þýðingu fyrir daglegt líf okkar, en flesta
grunar.
Þegar vísindamennirnir Au-
guste og Jean Piccard fóru í
fyrstu háloftaflug sín 1931, létu
þeir hvítmála körfu loftbelgsins.
Uppi í háloftunum settist ísing
á körfuna og munaði minnstu,
að báðir bræðurnir frysu í hel.
Ári síðar gerðu þeir aðra tilraun
og máluðu þá körfuna svarta og
nú varð sú breyting á, að hitinn
ætlaði þá lifandi að drepa. Tveir
amerískir sjóliðsforingjar, sem
endurtóku tilraunina nokkrum
árum seinna, viðhöfðu þá var-
úð, að þeir máluðu annan helm-
ing körfunnar í ljósum lit, en
hinn helminginn í dökkum lit.
Þeim gekk ferðin að óskum og
líðan þeirra var hin bezta — í
efri hluta körfunnar var and-
rúmsloftið svalt og hressandi,
en í hinum neðri var hlýtt og
notalegt fyrir fætur þeirra.
VÍÐSJÁ
Litir geta aukið þægindi
mannsins á margan hátt. í rann-
sóknarleiðangri nokkrum til
Suðurpólsins voru vatnsgeym-
arnir málaðir svartir, til þess
að drykkjarvatnið frysi ekki. Á
daginn drógu geymarnir til sín
hita, svo að vatnið varð 60 gráðu
heitt, þrátt fyrir að hiti mót sól
fór ekki yfir 25 gráður.
Sovétríkin, sem samkvæmt
hefð létu íshafsflotann státa sig
í rauðum lit, létu mála hann
svartan fyrir nokkrum árum,
til þess að nýta betur hitann.
Með þessu náðist mjög athyglis-
verður árangur, auk mun meiri
þæginda fyrir skipshafnirnar,
jukust einnig afköst þeirra
mjög mikið.
Hæfni hins svarta litar til
þess að draga til sín hita, kem-
ur á ári hverju mjög glöggt í