Víðsjá - dec. 1946, Side 51

Víðsjá - dec. 1946, Side 51
ISLENDINGAR ERLENDIS I GUÐMUIMDUR DANÍELSSON: 1 Sunnudagurinn 12. ágúst er senn á enda runninn. Klukkan er tíu að kvöldi og ég er ný- kominn heim í herbergið mitt og bý mig undir nóttina og draum- ana, þá kveður allt í einu við lúðrablástur úti á strætinu. — Það var ekki samstilltur hljóm- ur og ekkert lag, að því er greint yrði, en það tók undir í öllu og ég heyrði margar ósamkynja raddir æpa eitthvað, og bifreið- irnar tóku að þeyta horn sín í sífellu. Ég reis á fætur og leit út um gluggann. Þá sýndist snjóflyksum drífa niður. Loftið var fullt af hvítum, fallandi smáhlutum, sem flögruðu um og snerust um sjálfa sig í fallinu. Þetta voru bréfsneplar, sem fólkið kastaði út um gluggana á húsunum í kring. Ég teygði mig út um gluggann, eins langt og ég þorði, og reyndi að sjá niður á Times Square, en bréf- sneplahríðin og ljósaflúrið gerði mér ókleyft að sjá, hvað þar væri um að vera. — 1 sama bili minntist ég þess, að áður en ég fór frá Reykjavík í vor, höfðu þeir Hersteinn Pálsson ritstjóri og Jón Magnússon V í €3 s j Á

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.