Víðsjá - dec 1946, Side 53

Víðsjá - dec 1946, Side 53
FRIÐUR Á JÖRÐU 51 svo það er ekki um að villast, þetta er leifturstríð af allra frægustu gerð, og múgurinn kemst í meiri og meiri æsing. Hann er búinn að leggja undir sig þök blaðsöluturnanna á torg- inu, hernema hvert einasta far- artæki, og ljósastaurarnir hafa allt í einu orðið frjósamir og bera nú hina furðulegustu á- vexti, sem bæði hafa haus og lappir og ógurlegan æpandi munn! — En þar sem aðeins fá- um af öllum fjöldanum hefur auðnast varanleg fótfesta á framangreindum ágætisstöðum, verður almenningur að notast við herðar eða höfuð félaga síns. Háhestur er líka hestur, þó hann sé ekki með tagl. Það er hægt að ríða honum spotta og spotta að minnsta kosti og auka með honum stórlega líkurnar fyrir því, að maður sjáist á mynd í blöðunum á morgun. — Hvað hávaðann snertir, þá vill nú svo vel til, að maður þarf ekki að byggja á sínum eigin raddböndum eingöngu. Þarna er urmull af mönnum, sem rog- ast um með stórar körfur full- ar af hinum margvíslegustu instrúmentum, svo sem lúðrum, hljóðapípum, blístrum og skelli- hlemmum, og þetta rennur út og fá færri en vilja. Aldrei hef- ur öðru eins hljómlistarlífi ver- ið lifað á Tim.es Square eins og í kvöld. — Öll umferð bíla og strætisvagna hefur nú stöðvast algerlega, en sennilega hefur einhver kunnað þessu ástandi verr en ég og kært það fyrir lög- reglunni, því skyndilega dynja næstu hliðarstræti undir fjöl- mörgum járnuðum hófum og flokkur ríðandi lögreglumanna geysist á brokki inn á torgið. Ekki eru tiltök að flýja vágest þennan, svo sem öll skynsemi manns mælir þó með, því til þess eru þrengslin drjúgum of mik- il, en samt líður ekki á löngu, unz auðar rennur eru komnar um torgið þvert og endilangt og umferðartækin farin að nota þær. Þó þurfti hver bíll að hafa minnst einn ríðandi lögreglu- mann til fylgdar á leiðum þeim. — En nú er það, sem reyk- sprengjurnar byrja að springa. Mér virtist þær springa uppi á húsaþökunum, og þær sprungu með dimmum, þurrum hvelli og hrönnuðu loftið bláum skýjum, og það rigndi úr þeim mislitum bréfræmum, sem lykkjuðust hægt niður á jörðina. Það var eins og himinninn hefði framið harakírí og væri að rekja úr sér garnirnar. Óhuggnanlega jap- anskt fyrirbæri, ekki satt! — En hátt uppi á veggjum Times stöfuðu rafljósin nýjustu frétt- ir frá Washington: VIÐSJA

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.