Víðsjá - Dec 1946, Page 55

Víðsjá - Dec 1946, Page 55
FRIÐUR A JÖRÐU irvænting, en dálítil efablendni í röddunum, því öllum var í fersku minni falsfréttin á sunnudaginn. — Á mörgum öðrum stöðum í borginni hafði fólk safnazt sam- an. Það hafði jafnvel byrjað að safnast saman klukkan að ganga þrjú um nóttina og marsérað hingað og þangað syngjandi og hrópandi. Börn voru víða á fótum fyrir allar aldir og skutu flugeldum á göt- unum, báru flögg og höfðu hátt. Bezt gerðu það þó ítalirnir í austurhverfum Manhattan. Þeir hófu skrúðgöngu níu hundruð saman klukkan þrjú um nótt- ina, á fæti, reiðhjólum og vöru- bílum. Þeir báru merki og flögg, og fyrir hljóðfæri notuðu þeir tóma olíubrúsa, potthlemma og kastarholur. Ekki höfðu allar konurnar gefið sér tíma til að klæða sig, þegar stemmningin greip þær, og marséruðu þær nú við hlið manna sinna í náttkjól- unum einum með inniskó á fót- um. Hinir árrisulu, glöðu ítalir gerðu nú innrás í kínverska hverfið, en borgarstjóri Kínverj- anna, Shavy Lee, sagði við þá: „Þjóð mín er hamingjusöm og fagnandi. Samt sem áður viljum við taka þetta eftir okkar hætti. Vegna falsfréttarinnar í fyrra- dag ætlum við að bíða þangað 53 til forsetinn hefur staðfest fregnina11. — Það var ekki fyrr en klukk- an að ganga sjö um kvöldið, sem Trúman forseti staðfesti friðarfregnina, og nú náði fögn- uður fólksins hámarki sínu. Tvær milljónir manna söfnuðust saman á Times Square, og var það glæsilegt met í sögu borgar- innar. Lögreglan lokaði fyrir bílaumferð 7. Avenue og Broadway á svæðinu milli 42. strætis til 54. og forsetinn fyr- irskipaði tveggja daga hátíð. — Það sem helzt virtist haft til skemmtunar var að fleygja bréfum út um glugga, blása í pípur, samskonar og börnum eru gefnar á jólunum, og horfa á, hvernig sjóliðarnir fóru að því að kyssa stelpur. Þeir kysstu hverja stelpu, sem þeir gátu gómað, og það var enginn stað- ur svo óhentugur, að þeir gætu ekki notað hann til þess. Eða öll sú fjölbreytni í ástinni! Meðan einn hleypti af atomkossi, öðr- um lét „knock out“ bezt. Sjúkrabílar voru mjög á ferð- inni til þess að aka í sjúkrahús þeim, sem limlestust í þröng- inni. Brunaliði eða lögreglu- þjónn stóð vörð við hvern brunaboða til þess að koma í veg fyrir, að þeir yrðu brotnir í galsanum. Það voru fáeinir V I £3 S J A

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.