Víðsjá - dec. 1946, Side 60

Víðsjá - dec. 1946, Side 60
58 STBEPTOMYCIN sem stafar af hemophilus in- fluenzae, svo og lungnabólga, sem Friedlanders bacill veldur. Enn fremur eru á þessari skrá taugaveiki, útbrotataugaveiki, Bangs-veiki, öldusótt (Febris undulans) og tularemi. Læknislyf við kíghósta. Streptomycin hefur enn frem- ur verið reynt við kíghósta, og tilraunir, sem gerðar hafa ver- ið á músum, spá mjög góðu. Am- erísku læknarnir hafa sýnt fram á, að þriggja vikna gamlar mýs, sem sýktar hafa verið kíghósta- sýklum, hafa nær því allar, eða um 100%, staðizt árás sýklanna, eftir að þær höfðu áður fengið streptomycin. Af 20 músum, sem ekki hafði verið gefið streptomycin, lifðu aðeins 5. Penicillin, sem reynt var í lík- um tilraunum, hafði alls engin áhrif. Læknarnir álíta, að á grundvelli þessarar reynslu ætti að reyna streptomycin við kíg- hósta í mönnum. Þegar þessi grein er skrifuð (í ágúst 1946), er verið að gera þess háttar til- raunir í barnaspítala á vegum Rochester University, og lækn- ar um allan heim bíða óþreyju- fullir frétta af árangrinum. Streptomycin við lekanda og sárasótt. Nú á dögum tekst í langflest- um tilfellum að lækna lekanda með penicillini, en stundum get- ur það komið fyrir, að sýklarn- ir verði ónæmir fyrir þessu læknislyfi, og getur þetta haft í för með sér stórkostlegan háska, ef sjúklingur, sem ekki hefur fengið bót þessara meina sinna, smitar aðra með sýklum, sem eru orðnir ónæmir fyrir penicillini og aukast og marg- faldast. Þar er þjóðfélagsvoði á ferðum. Sennilegt er, að í slík- um tilfellum verið stórmikið gagn að streptomycin. Það drep- ur nefnilega sýklana, þótt peni- cillin geri þeim ekkert. Aftur á móti kemur penicillin að not- um, ef sýklarnir eru ónæmir fyr- ir streptomycin. Söm hefur orðið reyndin um heilahimnubólgu, sem meningo- kokkar valda. Gagni ekki annað lyfið, þá dugar hitt. Læknirinn hefur þess vegna tvö vopn í hendi sinni, þar sem hann áður hafði eitt. Möguleikar hans að hjálpa sjúklingnum hafa aukizt, en að sama skapi eru gerðar meiri kröfur til kunnáttu hans og varfærni í meðferð lyf janna. Sé ekki rétt að farið, er sú hætt- an ávallt á ferðum, að sýklarn- ir verði ónæmir fyrir læknislyf- inu. Streptomycin hefur einnig komið að gagni við sárasótt. Þegar tilraunir voru gerðar á kanínum, sem smitaðar höfðu VÍÐSJÁ

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.