Víðsjá - dec. 1946, Side 63

Víðsjá - dec. 1946, Side 63
SJÚICLINGURINN ER SOFNAÐUR 61 læknisaðgerðir, en þær mistók- ust. Vinur hans einn og starfs- bróðir tók þar við, sem Wells var horfinn frá, og einn af kenn- urum hans, efnafræðingurinn Jackson, stakk því þá að honum, að reynandi væri að nota eter í staðinn. Morton bjó til deyfing- aráhald, og hinn 16. október 1846 framkvæmdi hann fyrstu læknisaðgerðina, þar sem sjúkl- ingurinn var svæfður með eter. Sjúklingurinn svaf vært og kraftajötnarnir þurftu aldrei að koma til skjalanna. Svæfingin var fundin, ef til vill mesta náð- argjöfin, sem mannkyninu hefur nokkru sinni verið gefin. ★ Cjeturkii íuaraí) ? 1. Hvort hreyfist hraðar, hljóðið eða jörðin? 2. Hvað hét systursonur Gísla Súrssonar réttu nafni og hvað var hann kallaður? 3. Hvaða þekkt skáldkona hefur hlotið Nóbelsverðlaunin — en ekki fyrir bókmenntir? 4. Sonur minn og ég erum samtals 33 ára. Ég er 30 árum eldri en sonur minn. Hversu gamlir erum við? 5. Það var einu sinni seglskip, sem hét Santa Maria. Hvað hét skipstjórinn? 6. Manstu eftir tré í norrænu goðafræðinni, öðru í biblíunni og hinu þriðja í sögu Bandaríkjanna? 7. Manstu eftir 3 heimsfrægum persónum, sem eru fæddar sama dag og sama ár? 8. Hvaða mánaðardag er hlaupársdagurinn? 9. Hvað hafa þessar bækur sameiginlegt: Babbitt, Gösta Ber- lings saga, Silja, Gott land, Dýrheimar? 10. 300 álna langt, 50 álna breytt, og 30 álna hátt. Hvað var það? Svör á bls. 91. ★ VIÐBJA

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.