Víðsjá - dec. 1946, Side 64
GEORGI MARYAGIN:
tueimur dmm.
Hann var skorinn upp vegna sprengjubrota í hægri
mjöðminni. Hann andaðist á skurðarborðinu. Hjartað
hætti að slá, andardrátturinn stöðvaðist. En nú er hann
hraustur og útitekinn og segir alla söguna.
Eg gleymi aldrei deginum,
sem ég dó, segir Valentin Che-
repanov, og alvörusvipur færist
yfir sólbrent andlitið undir ljósu
hárinu, og fæturnir dingla fram
af bríkinni í legustólnum á
bakka Oka-árinnar.
Þetta gat Virzt heldur kald-
ranalegt gaman þennan sól-
bjarta sumardag, og hefði ég
þekkt til sögu þessa magra 23
ára uppgjafahermanns, mundi
mér hafa fundizt hann í meira
lagi skrítinn náungi. En nú
kannast hver maður í Ráð-
stjórnarríkjunum við hermann-
inn Cherepanov, sem dó í einu
af sjúkrahúsum Rauða hersins,
en prófessor Vladimir A. Nego-
vski vakti aftur til lífsins. Pró-
fessorinn hefur sjálfur skýrt frá
tilfellinu, en þetta er í fyrsta
skipti, sem Cherepanov hefur
sagt blaðamanni frá því, hvern-
ig það var að deyja.
— Nei, endurtók hann, þeim
deginum gleymi ég aldrei. Það
var 3. marz 1944. Ég var loft-
skeytamaður, og flokkurinn
okkar hafðist við í úthverfum
Vitebsk. Útvarpsstöðin okkar
var falin í gryfju. Þýzka stór-
skotaliðið hafði haldið uppi
skothríð á okkar hluta víg-
stöðvanna allan morguninn. Um
kl. 2 kom ég út úr radiobílnum
og á sömu stundu varð ægileg
sprenging rétt hjá mér.
Ég æpti ...
— Ég fleygði mér niður og
skimaði varlega í kringum mig.
Um það bil 100 metra frá mér
var geysimikill reykjarmökkur.
Svo varð önnur sprenging um
50 metra frá mér. Ég missti
VIÐ5JA