Víðsjá - des. 1946, Page 65

Víðsjá - des. 1946, Page 65
EG DÓ FYRIR TVEIM ÁRUM meðvitundina. Þegar ég raknaði við aftur, heyrði ég þrumuhljóð, þriðja sprengikúlan hafði sprungið rétt hjá mér. Ég reyndi að komast á fætur, en uppgötv- aði þá, að ég gat hvorki hreyft legg né lið og fann þó hvergi til sársauka. Ég þreyfaði á fæt- inum og fann, að hann vall í blóði og hörundið var tætt af vöðvunum. Ég missti alla stjórn á sjálfum mér og æpti — æpti eins og vitskertur. Ég man, að liðþjálfinn kom til mín og að ég var borinn að vörubíl. Ég man líka eftir ferða- laginu þvert yfir vígstöðvarnar — martröð — klukkustundum saman um illfæra vegi. Loksins komumst við að bráðabirgða- sjúkrahúsinu. Inni í grænu sjúkratjaldinu fann ég hlýjuna frá járnofnin- um og hressandi bjarkarilm. Mér var réttur vatnsbolli og mér tókst að koma ofan í mig svolitlum dropa. Það var dásam- legur drykkur. Mig langaði til að sofna, en þó að mig verkjaði af þreytu í öllum liðamótum, gat ég ekki sofnað. Ég saup aftur á vatninu og fann, að svefninn, blessaður svefninn, færðist yfir mig. .....og svo dó ég. Valentin Cherepanov man það, sem gerðist fram að þessu, 63 en síðan missti hann meðvitund- ina. Hann var skorinn upp út af hættulegu sári á hægri mjöðminni, sem sprengjuflís hafði valdið. Meðan á skurðin- um stóð, dó hann. Læknarnir voru ekki í neinum vafa um, að hann væri dáinn. Slagæðin hætti störfum, hjartað hætti að slá, hann andaði ekki, ljósop augn- anna víkkuðu óeðlilega, tauga- viðbrögð fyrirfundust engin. Svo vildi til, að prófessor Ne- govski tafði valið sér þetta sjúkrahús vegna tilrauna sinna að vekja upp menn frá dauðum. „Þremur og hálfri mínútu eftir að þér dóuð hóf ég tilraun- ir til þess að vekja yður aftur til lífsins", skrifaði prófessor Negovski í bréfi til mín: „Við notuðum mjög flóknar aðferðir — dældum blóði með adrenalin og glykos í slagæðar og blóðæð- ar og höfðum sérstök áhöld til að dæla lofti í lungun. Eftir eina mínútu fór hjartað að slá og þremur mínútum síðar fóruð þér að anda, og eftir eina klukkustund sáust merki þess, að þér væruð aftur að komast til meðvitundar". . . . og vaknaði í myrkri. Ég veit ekki, hversu lengi ég svaf, segir Valentin. Ég man ekkert af því, sem gerðist þessa nótt. Ég man það fyrst, að ein- VÍÐSJÁ

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.