Víðsjá - dec. 1946, Side 67

Víðsjá - dec. 1946, Side 67
EG DÖ FYRIR TVEIM ÁRUM 65 i einu sá ég eins og þoku fyrir augunum, og ég sá, að þetta var teskeið, venjuleg teskeið. Svo sá ég ungt og frítt andlit, — konu- andlit. Mér skánaði smám saman í augunum. Hinn 6. marz fékk ég eina blóðgjöfina enn og eftir það var sjónin eðlileg. En sama kvöldið fékk ég allt í einu há- an hita, og prófessor Negovski, sem ég vissi ekki þá hvað hét, komst að raun um, að ég hafði fengið lungnabólgu. Mér voru gefin sulfalyf. Hvað blindunni olli. Prófessor Negovski hefur skýrt það fyrir mér, hvað olli þessari stundarblindu. „Fyrstu dagana“, skrifaði prófessorinn mér, „urðum við varir við truflanir á sjón- og talfærum, sem stöfuðu af því, að hlé hafði orðið á flutningi næringar til heilafrumanna á meðan dauðinn varaði. Hin nýendurlífguðu líf- færi urðu ekki heil heilsu, ef svo mætti segja, þegar í stað, og nokkur tími hlaut að líða, þar til allir vefir og líffæri störfuðu aftur eðlilega. Það var nauðsynlegt, að berjast linnu- laust fyrir lífi sjúklingsins'1. Ég hafði enga matarlyst, og þeir gáfu mér blóð enn þá einu sinni. 1 heila viku var ég ákaf- lega máttfarinn. Ég gat séð, heyrt og talað, en ég fann ekki til neinna fóta fyrir neðan hné. Hinn 20. marz var ég fluttur í sjúkrahús fjær vígstöðvunum. Dag nokkurn kom Valja Bukh- myjakova til mín, hjúkrunar- konan, sem vakti mig 4. marz. Hún sagði mér frá því, að ég hefði dáið og nafn mitt hefði verið skráð á lista yfir látna menn — og prófessor Negovski hefði vakið mig aftur til lífs. — Ég fór að hugleiða það vandlega, kanna og velta því fyrir mér á allan hátt, hvort sjálf mitt, sjálfsvitundin, hefði breytzt nokkuð hinn 3. marz, þegar ég byrjaði nýtt líf 21 árs að aldri. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að ég væri hinn sami og ég hafði áður verið. MinniS kemur aftur. — Hinn 21. apríl var ég send- ur með flugvél til Moskvu og lagður á sjúkrahús. Nokkru seinna var ég fluttur á stofnun fyrir lyfjafræðilegar tilraunir og lagður á deildina fyrir tauga- sjúkdóma. Þar var ég frá 4. maí til 9. september. Mér lærð- ist smám saman að ganga við hækjur og síðan að komast af án þeirra. — Dauðinn hafði haft áhrif á minni mitt. Þegar ég las t. d. eina blaðsíðu í bók, var ég bú- inn að gleyma upphafinu, þegar v í -ð s j Á

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.