Víðsjá - des. 1946, Síða 68
66
EG DÖ FYRIR TVEIM ÁRUM
eg kom að síðustu setningunni.
En minnið kom aftur smám
saman.
í september fannst mér, að
ég hefði náð mér að fullu aft-
ur og fór heim til foreldra minna
í Dzershinsk. Þegar ég hafði
hvílt mig í hálfan þriðja mánuð,
ákvað ég að hafast eitthvað að
í öðru lífi mínu, og gerðist nem-
andi við Gorky verzlunarskól-
ann.
Ég herti mig við lesturinn og
skemmti mér jafnhliða eftir
föngum. Ég var kosinn formað-
ur í menningarfélagi skólans og
gegndi ýmsum öðrum störfum
fyrir skólasystkini mín. Nú fer
ég á skíðum, dansa, leik á
mandólín, og nýt þessa lífs, sem
ég var eitt sinn sviptur.
Hverju er dauðinn líkur?
Læknar og vinir mínir spyrja
mig iðulega, hvernig það hafi
verið að vera liðið lík. Og þeg-
ar ég svara eins og ég er van-
ur, ypti þeir öxlum. Ég segi
nefnilega alltaf: „Ég særðist,
sofnaði og vaknaði aftur“.
Valentín þagnar við og hlær.
— En ég skal segja yður eitt,
að ég ætla að giftast.
Prófessor Negovski, sem hef-
ur ritað tvær bækur um tilraun-
ir sínar að vekja menn aftur til
lífsins, segir: Dauðinn, klíniski
dauðinn, verður um það bil sex
mínútum eftir að starfsemi
hjartans og öndunarfæranna
lýkur. Á þessum tíma hafa líf-
færin ekki tekið neinum breyt-
ingum, sem ekki verður úr bætt.
Unnt er að koma hjartanu til
þess að taka til starfa aftur eft-
ir enn lengri tíma, en heilinn
þolir ekki að blóðrásin stöðvist
lengur en sex mínútur.
Við höfum reynt að vekja tíu
menn aftur til lífsins og í fimm
tilfellum tókst það. Fjórir hinna
særðu dóu nokkru eftir, að þeir
voru vaktir aftur til lífsins, og
aðeins einn hefur náð fullri
heilsu, — sem sé Cherepanov.
Prófessor Negovski telur, að
unnt mundi að bjarga mörgum
mönnum, sem deyja, ef aðferð
hans væri notuð. Og hann trúir
því, að sú komi tíð, að vísinda-
mennirnir uppgötvi aðferðir til
þess að lífga menn, sem lengur
hafa verið dánir en sex mínútur.
'k'
VÍOSJÁ