Víðsjá - dec 1946, Side 69
WILLIAM A. LYDGATE.
víi
l
auiromcjar eicj,mteuenna
oý ei^inmanna.
Tekið úr Redbook.
Gallup-stofnunin í Bandaríkj-
unum kannaði nýlega, hverjir
væru taldir algengustu gallar
eiginkvenna og eiginmanna.
Konur voru spurðar um helztu
galla manna sinna, og karlmenn
um, hvað þeim félli verst í fari
kvenna sinna. Niðurstaðan ætti
að gefa hjónum nokkra hug-
mynd um það, hvernig þau eigi
ekki að haga sér, til þess að
hjónabandið verði hamingju-
samt.
Tíu gallar eiginkvenna:
1. Nudd og jag. Þetta vekur
þá spurningu, hvort eiginkonur
séu að fæla menn sína til flösk-
unnar, því að drykkjuskapur var
talinn aðalgalli karlmannanna.
Einhver lítt kunnur heimspek-
ingur lét einu sinni svo um
mælt, að á veginum til mann-
virðinga yrði ekki þverfótað fyr-
ir eiginkonum, sem hrintu
mönnum sínum áfram á undan
sér. En ekki datt einum einasta
eiginmanni í hug að þakka vel-
gengni sína að neinu leyti nudd-
inu í konu sinni.
2. Eyðsiusemi. „Þær vilja eyða
öllu, sem manni áskotnast, til
þess að reyna að vera eins fínar
og nágrannakerlingarnar“. „Þær
skilja ekki, hvað maður þarf til
að komast áfram, þær tefja fyr-
ir manni, eyða hverjum eyri“.
3. Lélegar húsmæður. „Kon-
an mín þrífur ekki húsið“.
„Konur nenna ekki lengur að
búa til morgunmatinn handa
mönnum sínum“. „Þær flaustra
af húsverkunum og rjúka svo út
í bæ“.
4. Næturklúbba-fargan og
drykkjuskapur. „Þær þjóta á
veitingahús og skipta sér ekk-
ert af krökkunum". „Konan mín
vill helzt draga mig út á dans-
leik á hverju kvöldi“.
5. Skrafskjóður og slúðursög-
ur. „Þær þagna aldrei". „Eru
VÍÐSJÁ