Víðsjá - des. 1946, Side 74

Víðsjá - des. 1946, Side 74
72 MISSKILNINGUR hafa fast aðsetur, erum við sendir hús úr húsi, með þetta 10 til 15 nöfn, sem við eigum að af- greiða í hverri ferð, og svo höfum við ekki einu sinni tíma til þess að fá okkur kaffisopa. Bína: Fáið þér yður sæti. — Mig langar nú til að vita . . . Ég meina . . . h-hí- hí-hí . . . Ég veit ekki, hvað ég á að segja. Kúsi: Ja, — þér haldið kann- ske, að ég sé einhver við- vaningur! Uh? ? — ég get nú sýnt yður nokkur sýnishorn . . . Um — um, hérna. Bína: Sýnishorn? — Ja-á! — myndir af þeim. Skínandi er þetta laglegur dreng- ur! Kúsi: Ha, — finnst þér það ekki! Þetta var nú gert uppi á þakinu á Sólvalla- strætisvagninum niðri á torgi. — Og ekki fimm mínútna verk góða mín!! — í norðan moldroki. Bína: Uppi á strætisvagnsþaki í moldroki???? Kúsi: Já, — stundum er það ekki leikur að vera opin- ber starfsmaður og þurfa að gera öllum til geðs. En hún sagði, hún móðir hans: „Hér á þakinu, — eða hvergi!“ „011ræt!“ sagði eg. „Á þakinu skal það vera!“ Og á þakinu gerði ég það. Bína: Ja, — það þurfa víst að vera ófeimnir og ákveðn- ir menn í svona stöðum. — Mér er sem ég sjái hann Guðmund minn uppi á strætisvagnsþaki! Kúsi: Satt er það, frú. — Satt er það. En, það sem mér bjargar — er vinnugleð- in, — vinnugleðin, frú. Mér er sama, hvar ég vinn, og hvernig. Annars er mér nú bezt við að fá að taka eina á gólfinu, — eina í baðkerinu, og svo einar tvær á dívanin- um. Bína: í baðkerinu? — Á gólf- inu? — Er það ekki dá- lítið óvenjulegt? Kúsi: Jú, — frumlegt er það nú víst, — en það kunna þeir að meta í barnamála- ráðuneytinu. Annars er ég nú ekki með þessu að halda því fram, að mér skeiki aldrei. En við skul- um nú sjá til. Ég tek ein- ar sex, og þá skal ég á- byrgjast, að ein verður indæl. Bína: Já . . . . En þarna eruð þér með mynd af tvíbur- um. En hvað þeir eru

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.