Víðsjá - dec 1946, Qupperneq 76
T. HOPTON oci ANNE BALLIOL:
einni
ócený.
Maðurinn eyðir einum þriðja ævi sinnar í rúminu.
Þess vegna er það hreint ekki lítils virði að kunna sig í
rúminu, eins og höfundi Rekkjusiða var ljóst.
Finnst yður gaman að dansa?
Þér ættuð þá að dansa átta
klukkustundir á dag og segja
okkur svo, hvernig yður líður
í fótunum. Culbertson sjálfur
spilar ekki bridge sjötíu og
tvær stundir á viku. Hann fengi
enga til að spila við sig, og þar
að auki mundi hann vera hætt-
ur að þekkja spilin eftir nokkr-
ar sjötíu og tveggja tíma vik-
ur. Til eru þeir, sem drekka
átta klukkustundir á dag, og
hvernig fer fyrir þeim? Sumir
spila á saxófón átta stundir á
dag, og hvað segja nágrann-
arnir?
En til er þó ein sýsla, sem
allir vilja verja til átta klukku-
stundum á sólarhring, eða
þriðjungi ævi sinnar, og það er
svefninn.
Manninum líður bezt í rúminu.
Það er jafngott að horfast
í augu við sannleikann. Mað-
urinn er fæddur í rúmi, og í
rúmi deyr hann. Þetta ætti að
vera til varnaðar, en er það
ekki. Vitandi vits eyðir maður
og sóar þriðjungi ævi sinnar í
rúminu, og ekki nægir það. Sé
maðurinn ekki giftur, kapp-
kostar hann að klófesta ein-
hvern náunga sinn, sem er til
þess fús að bera með honum
allar hættur rúmsins. Við þessu
geta menn ekki gert, það er
meðfædd eðlishvöt, og engin á-
stæða til að blygðast sín fyrir
hana.
Elgurinn kann bezt við sig á
landi, api í trjám, hvalur í sjó,
en karlmaðurinn í rúmi, eina
dýrið af því taginu, auðvitað að
konunni undantekinni. Sé þess
gætt, að konan er ekki alls
fjarri því, að henni sé færður
morgunmaturinn í rúmið, og
að hún hvílir sig stundum í
VIÐ5JA