Víðsjá - des. 1946, Blaðsíða 83
NlÐSTERKUR PAPPlR
81
að innihaldið skemradist. Hver
húsmóðir, sem heíur geymt ein-
hverja hluti í pappakassa í kjall-
aranum hjá sér og orðið fyrir
því, að botninn fer úr kassanum,
þegar hún hefur tekið hann upp
næst, veit hvérs virði þetta er.
Nú eru tepokar búnir til úr
vætustyrkum pappír, sem sjóð-
andi vatn hefur engin áhrif á,
og nú er vel hægt að senda nýtt
grænmeti langar leiðir í pappírs-
ílátum.
í vætustyrkan pappír er notað
annað tveggja af plastiskum
efnum, svipuðum þeim, sem not-
uð eru í vasaljóshylki og ýmis-
legt annað, sem er mótað eða
steypt úr plastisku efni. Þessum
efnum má blanda í trjámauk-
ið, sem pappírinn er búinn til
úr, og ekki er þörf neinnar sér-
stakrar meðferðar annarrar.
Trjámaukið er síðan elt milli
heitra sívalninga, sem þurrka
það, þar til það er orðið að
pappír, og festa jafnframt
plastik-agnirnar, svo að þær
leysist ekki upp. Þessar agnir
binda trefjarnar saman, svo að
einu gildir þótt þær blotni síðar
meir.
Vætustyrkur pappír er ekki
vatnsheldur. Hann verður alveg
eins blautur og hver annar
pappír, — en hann rifnar ekki
eða grotnar sundur, og það er
hægt að bera á hann vax eða
resin, svo að hann hrindi frá sér
vatni. Nýlega var búinn til poki
úr mörgum lögum af vætustyrk-
um pappír og þéttað með asfalti,
látin í hann fimmtíu pund af
hveiti og fleygt síðan í Niagara-
ána. Pokinn barst niður fossana
og barðist á klettunum þar fyr-
ir neðan í sjö og hálfa klukku-
stund. Þegar í hann náðist, var
hann óskemmdur og mjölið al-
gerlega þurrt.
Notkun þessara nýju efna
gerir pappírinn sterkari bæði
þurran og votan, þar eð þau
binda trefjarnar saman. Sami
styrkleiki í þurrum pappír fæst
með því einu að hafa trefjarn-
ar langar, en í stað þess að
bæta í langtrefjuðu trjámauki
nægir að setja í maukið plast-
iska efnið, sem áður var getið.
Á þennan hátt er hægt að nota
stutttrefjaða viðinn í stað hins
langtrefjaða, og spara með því
hinn síðarnefnda, sem minna er
til af.
Vætustyrkur pappír þarf ekki
að kosta miklu meira í fram-
leiðslu en venjulegur pappír.
Vegna þess, hve miklu sterkari
hann er, verður komist af með
miklu minna efni í hlutina. Þótt
handklæði úr þess konar pappír
sjúgi ekki í sig meiri bleytu en
handklæði úr venjulegum papp-
ír, þá gagnast það á við tvö eða
þrjú hin síðarnefndu vegna
VÍÐSJÁ