Víðsjá - Dec 1946, Blaðsíða 85
ÚR BÓKINNI
Q
’rmuir ran
Þeir Ormur rauði og Tóki vinur hans eru komnir sunn-
an frá Spáni og hafa lent í mörgum mannraunum og æfin-
týrum. Þeir hafa meðferðis klukku heilags Jakobs frá As-
túríu, færa hana Haraldi konungi blátönn og drekka hjá
honum jólin í góðum fagnaði. Þeir heyja þar báðir einvigi,
bera banaoi’ð af andstæðingum sínum, en liggja nú þungt
haldnir af sárum. Guðsmenn og fríðar meyjar hjúkra þeim
í konungsgarði.
Ellefti kapítuli
Um reiði bróður Vilbaldurs og
um Orm, er hann bað sér konu.
Það fór eins og Ylfa hafði
sagt, að ekki leið á löngu, áður
en biskupinn bar fram óskir sín-
ar um, að hinir særðu menn
skyldu taka skírn. Ormur varð
önugur við og sagðist ekkert
vilja um það heyra, því að hann
mundi bráðlega deyja, og Tóki
sagði, að hann þyrfti einskis
með í þessum efnum, því að
hann væri bráðum orðinn al-
frískur. Biskupinn setti bróður
Matthías til að boða þeim hinn
nýja sið, og átti hann að vinna
þá með þolgæði. En er hann
hafði gert nokkrar atrennur
með að kenna þeim trúarjátn-
inguna og vildi ekki skipast við
óskir þeirra, um að láta þá í
friði, lét Tóki færa sér spjót
sitt, ágætis vopn, með mjóu
blaði og hvössum eggjum. Hann
settist upp í rúminu, næst er
bróðir Matthías kom inn, og
mundaði spjótið.
— Illt er að rjúfa frið í garði
konungs, mælti Tóki, en enginn
getur ámælt sjúklingum, þó þeir
verji líf sitt. Ekki líkar mér
heldur að saurga herbergið með
svo feitum manni og blóðríkum,
sem þú ert. Eg hef því hugsað
mér ráð, til þess að blóðrennslið
verði minna, en það er að negla
þig fastan við vegginn með
spjóti mínu. Það er ekki auð-
velt fyrir mann, sem liggur í
rúminu, en samt mun eg gera
það, undir eins og þú lýkur upp
munni þínum til að boða okkur
kenningar, sem við viljum ekki
hlýða á.
Bróðir Matthías stóð náfölur
VIÐSJA