Víðsjá - des. 1946, Síða 85

Víðsjá - des. 1946, Síða 85
ÚR BÓKINNI Q ’rmuir ran Þeir Ormur rauði og Tóki vinur hans eru komnir sunn- an frá Spáni og hafa lent í mörgum mannraunum og æfin- týrum. Þeir hafa meðferðis klukku heilags Jakobs frá As- túríu, færa hana Haraldi konungi blátönn og drekka hjá honum jólin í góðum fagnaði. Þeir heyja þar báðir einvigi, bera banaoi’ð af andstæðingum sínum, en liggja nú þungt haldnir af sárum. Guðsmenn og fríðar meyjar hjúkra þeim í konungsgarði. Ellefti kapítuli Um reiði bróður Vilbaldurs og um Orm, er hann bað sér konu. Það fór eins og Ylfa hafði sagt, að ekki leið á löngu, áður en biskupinn bar fram óskir sín- ar um, að hinir særðu menn skyldu taka skírn. Ormur varð önugur við og sagðist ekkert vilja um það heyra, því að hann mundi bráðlega deyja, og Tóki sagði, að hann þyrfti einskis með í þessum efnum, því að hann væri bráðum orðinn al- frískur. Biskupinn setti bróður Matthías til að boða þeim hinn nýja sið, og átti hann að vinna þá með þolgæði. En er hann hafði gert nokkrar atrennur með að kenna þeim trúarjátn- inguna og vildi ekki skipast við óskir þeirra, um að láta þá í friði, lét Tóki færa sér spjót sitt, ágætis vopn, með mjóu blaði og hvössum eggjum. Hann settist upp í rúminu, næst er bróðir Matthías kom inn, og mundaði spjótið. — Illt er að rjúfa frið í garði konungs, mælti Tóki, en enginn getur ámælt sjúklingum, þó þeir verji líf sitt. Ekki líkar mér heldur að saurga herbergið með svo feitum manni og blóðríkum, sem þú ert. Eg hef því hugsað mér ráð, til þess að blóðrennslið verði minna, en það er að negla þig fastan við vegginn með spjóti mínu. Það er ekki auð- velt fyrir mann, sem liggur í rúminu, en samt mun eg gera það, undir eins og þú lýkur upp munni þínum til að boða okkur kenningar, sem við viljum ekki hlýða á. Bróðir Matthías stóð náfölur VIÐSJA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Víðsjá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.