Víðsjá - dec. 1946, Side 88
86
ORMUR RAUÐI
gefa þér hana aftur, þó hún sé
fegurri en nokkuð annað, sem
sézt hefur hér á landi. Vil eg
ekki, að það sé sagt, að eg hafi
lokkað gull þitt frá þér, er þú
varst dauðvona af sárum. En
það hef eg fengið að heyra oftar
en einu sinni.
— Satt að segja, svaraði Orm-
ur, væri það gott að halda slíkri
gersemi í ættinni. En bezt þætti
mér þó, ef eg fengi hvorttveggja,
festina og þig, og með öðru móti
kemur hún ekki í mína eigu aft-
ur. En áður en eg spyr föður
þinn, þætti mér vænt að heyra,
hvernig þú sjálf mundir taka
þeirri málaleitan. í fyrsta sinn,
er við ræddumst við, sagðir þú,
að þú hefðir verið ráðin í að
drepa Sigtrygg í brúðarsæng-
inni, ef þú hefðir verið gefin
honum. Nú langar mig til að
vita, hvort þú myndir bera betri
hug til mín.
Ylfa svaraði hlæjandi, að
hann skyldi ekki vera um of ör-
uggur.
— Em eg stærri í lund, en þú
munt geta ímyndað þér, sagði
hún, og konungadætur eru við-
sjálli en aðrar konur, þegar þær
eru gefnar, svo að þær taka
stundum konunga af lífi, ef sam-
lyndið er ekki gott. Hefur þú
heyrt, hvernig fór fyrir Agna
Svíakonungi til forna? Hann
hafði tekið konungsdóttur fyrir
v í ð s j Á
austan hafið, en hún fylgdi hon-
um nauðug. Fyrstu nóttina
sváfu þau saman í tjaldi undir
tré einu, og þegar hann var
sofnaður, festi hún streng í háls-
men hans, sem var góður og
sterkur gullhringur, og hengdi
hann í tréð, og var hann þó mik-
ill konungur, en hún hafði ekki
nema þjónustumey sína sér til
aðstoðar. Hugsaðu þig vel um,
áður en þú ferð þess á leit að
fá mín.
Hún laut yfir hann, strauk
honum um ennið, kleip hann í
eyrað og horfðist brosandi í
augu við hann. Ormi fannst
hann verða frískari en hann
hafði verið lengi.
En nú varð hún alvarleg og
áhyggjufull á svip, og sagði, að
allt væri þetta fánýtt hjal, áð-
ur en faðir hennar hefði verið
spurður. Var hún hrædd um, að
örðugt mundi verða að fá sam-
þykki hans, nema því að eins að
Ormur væri flestum öðrum auð-
ugri af gulli, búpeningi og fast-
eignum.
— Hann kvartar oft undan
hinum mörgu ógiftu dætrum
sínum, sagði hún, en honum
gengur illa að fá menn handa
oss, sem honum finnst vera
nægilega auðugir eða hafa
mannaforráð, svo honum líki.
Það er ekki eins skemmtilegt
og fólk heldur að vera konungs-