Víðsjá - dec 1946, Blaðsíða 90
88
ORMUR RAUÐI
dags. En þegar Gyða svo fæddi
tvíbura, fannst þeim gamla ekki
vert að strita lengur á móti, svo
að þau giftust, og kom alltaf vei
saman og eignuðust sjö börn
eftir það. Allir heima hrósuðu
ráðsnilld og hamingju móður-
föður míns, svo að mannvirð-
ingar hans jukust að miklum
mun, einkum eftir að hann hafði
tekið við miklum arfi eftir Glúm
gamla. Og hefði nú móðurfaðir
minn ekki haft slíka útsjónar-
semi við kvonfang sitt, hefði eg
ekki setið hér til að gefa ykkur
viturleg ráð, því að móðir mín
var annar tvíburanna, sem komu
til úti milli runnanna.
— Ef það er nauðsyn, að tví-
burar verði að koma til svo að
gagni komi, sagði Ylfa, þá er
þetta ráð auðveldara að fallast
á, en að vera viss um fram-
kvæmdina. Og auk þess er þó
nokkur munur á bóndamanni í
Verend og sjálfum Danakon-
ungi, og er því ekki víst, að slík
tiltekt gæfi okkur góða raun.
Ormur sagði, að margt mætti
segja bæði með og móti þessu
ráði. En það ætti þó alls ekki við
fyrir veikan og máttlítinn mann.
Hann yrði því fyrst og fremst
að hugsa um að komast á fætur
og bera upp bónorðið við Har-
ald konung.
Langur tími leið, en að lokum
læknaðist sárið, Ormur komst
á fætur og byrjaði að fá krafta
sína á ný, en þá var orðið áliðið
vetrar. Haraldur konungur var
nú hraustur og glaður og hafði
mikinn viðbúnað með skip sín,
því að hann ætlaði að sigla til
Skáneyrar til að innheimta síld-
artollinn, og þaðan ætlaði hann
að senda Styrbirni herskip þau,
er hann hafði heitið honum.
Ormur gekk fyrir hann og bar
upp erindi sitt. Konungur tók
því ekki óvinsamlega, en spurði
Orm, hvaða maður hann væri,
er hann hyggði á svo tigið kvon-
fang. Ormur sagði þá ætt sína
og óðal, taldi upp eignir íöður
síns, og hvað hann sjálíur hefði
meðferðis úr ferðum sínum ut-
anlands.
— Auk þessa eru lendur í Gö-
ingu, sem móðir mín átti að
taka í arf, bætti hann við, en
eg veit lítið um þær. Eg veit
heldur ekki, hvernig farið hefur
um frændur mína, eða hverjir
þeirra eru enn á lífi, því að
margt getur hafa breytzt heima
á sjö árum.
— Gersemi sú, er þú gafst
dóttur minni, er stórmannleg
gjöf, sagði konungur, og gert
hefur þú mér greiða, sem eg
gleymi ekki. En að mæla til
mægða við sjálfan Danakonung
og vilja fá dóttur hans, það er
hæsti heiður, sem nokkur getur
sótzt eftir. Hingað til hefur
viesjA