Víðsjá - des. 1946, Page 93

Víðsjá - des. 1946, Page 93
ORMUR RAUÐI 91 því að eg em snarari í snúning- um en hann. Ennþá hefur hann aldrei refsað mér, og honum rennur fljótt reiðin. En hann er þannig skapi farinn, að sé hon- um veitt mótspyrna í einhverju, sem honum er verulega alvara, þá er hann langrækinn og van- rækir aldrei að koma fram hefndum. Það mun því ráðleg- ast, að egna hann ekki í þessu máli, því að hann væri þá vís til að gifta mig einhverjum af mönnum sínum, einungis til að gera okkur illt og af löngun til að sýna, að það er hann, sem ræður. En það skaltu nú vita, Ormur, að eg vil engum giftast nema þér, og álít eg þig verðan þess, að eg bíði þín til hausts, þó mér finnist það langur tími. Sé hann þá enn á móti ráðahag okkar, mun eg ekki bíða lengur, heldur fylgja þér, hvert sem þú vilt. — Léttara er mér nú í skapi, er eg hef heyrt þig segja þetta, sagði Ormur. ★ ópumincfuin 61. 1. Jörðin (hún hreyfist h.u.b. 30 km. á sek., en hljóðið 340 m. á sek.). 2. Þorgrímur, kallaður Snorri goði. 3. Bertha v. Suttner, sem hlaut friðarverðlaunin. 4. Ég er 31% árs og sonurinn 1% árs. 5. Kólumbus. 6. T. d. Askur Yggdrasils, skilningstréð og kirsuberjatréð, sem George Washington skemmdi fyrir föður sínum. 7. T. d. þrír af kanadisku fimmburunum Dionne. 8. 25. febrúar. 9. Þær eru allar eftir Nóbelsverðlauna-höfunda. 10. Örkin hans Nóa. VÍÐSJÁ

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.